Saga - 2017, Side 77
Húsbændur komu stundum á fund Jóhönnu til að kvarta undan
útiveru og hermannafélagsskap vinnufólks. Líkt og í fyrri tilvikum
var framburður þeirra undantekningarlaust tekinn trúanlegur en
stúlkurnar tortryggðar og atvik, sem lýst var frá sjónarhorni ráð -
vandra borgaralegra húsmæðra og í samræmi við gildismat þeirra,
látin nægja sem sönnun fyrir ósiðsamri hegðun. Sem dæmi má
nefna þegar verslunareigandi einn kvartaði undan þjónustustúlku
sinni, sem við skulum kalla Dóru og var 16 ára. Húsmóðirin sagði
að Dóra væri farin að vera með hermanni „sem eltir hana á rönd-
um“. Enn fremur kvartaði húsmóðirin undan hegðun Dóru, sem var
sögð óskammfeilin og frökk í garð karlmanna, og sagði Jóhanna að
Dóra hefði „mjög óviðfelldna framkomu gagnvart karlmönnum“.
Hegðun Dóru var lýst svo:
T.d. á hún til að kalla til hermanna, sem hún sjer ganga fram hjá.
Nýlega stóð hún við opinn búðargluggann hjá mjer og var að máta föt.
Nokkrir hermenn, sem hún sagðist þekkja, stóðu fyrir utan gluggann,
og hlógu að henni vegna þess að hún var að fletta uppum sig pilsin og
hafði í frammi allskonar fíflalæti framan í þá.73
Daginn eftir var Dóra boðuð til yfirheyrslu. Hún gekkst við spaug-
inu í búðarglugganum og sagðist hafa verið að gera brellu. Jóhanna
áleit að stúlkan hlyti að vera sljó þar sem hún flissaði þegar talað var
um hermennina og „virtist ekkert sjá athugavert við það“. Dóra
lofaði að hætta að skipta sér af hermönnum en sveik seinna það lof-
orð er hún sást með öðrum hermanni, sem henni leist vel á, að eigin
sögn af því að „þegar maður er byrjaður á þessari braut, þá vill
maður halda áfram þessum lifnaði“.74 Dóra var leidd fyrir Ung -
menna dómstól, sem komst að eftirfarandi niðurstöðu:
Stúlka þessi er uppvís að lauslætislífi með erlendum hermanni, og
veitti dómurinn henni því hinn 4. september s.l. áminningu um að lifa
reglusömu lífi framvegis og lofaði hún að gera það. Hún var sér -
staklega vöruð við að hafa kynferðissamband við karlmenn og henni
gert ljóst, að mál hennar yrði tekið upp að nýju, ef hún hagaði sjér ekki
að öllu leyti vel framvegis. Nú er sannað með játningu stúlkunnar, að
hún hefir, eftir að hún hlaut áminninguna, lifað verulegu lauslætislífi
með erlendum hermanni hér í bænum. Sökum þessa framferðis þykir
rétt samkvæmt 3. gr. laga nr. 62, 1942, að úrskurða að stúlkan skuli
hafdís erla hafsteinsdóttir76
73 ÞÍ. Sakadómur Reykjavíkur. FA9/3. Nr. 7.
74 Sama heimild.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 76