Saga - 2017, Page 78
vistuð á heimili í sveit, ef sú ráðstöfun reynist ófullnægjandi skuli hún
sæta hælisvist.75
Ekki verður séð að yfirsjónir Dóru hafi verið miklar en hins vegar
eru skýringar hennar og viðhorf, að henni lítist vel á piltinn og hafi
aðeins verið að gera að gamni sínu í búðinni, virt að vettugi. Einkalíf
Dóru var gert að sakamáli og hún dæmd til að yfirgefa borgina.
Dóra var hálfpartinn munaðarlaus og átti engan að í borginni. Sama
má segja um margar þeirra stúlkna sem ungmennaeftirlitið hafði
afskipti af en gegnum skýrslur sakadóms má greina nokkuð skýran
prófíl stúlknanna. Oftar en ekki má lesa milli línanna að þær áttu fáa
að, sumar komu úr óreglufjölskyldum og aðrar voru nánast mun -
aðar lausar. Þær voru nær undantekningarlaust í láglaunastörfum,
fæstar höfðu nokkra menntun umfram skyldunám og einhverjar
luku ekki skóla. Margar hverjar voru í húsnæðishraki eða beinlínis
á flakki.
Skýrslurnar bera vott um lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna
máttu sín. Ungmennaeftirlitið virðist hafa unnið út frá þeirri reglu
að hið siðferðislega vandamál sem þjóðin stæði frammi fyrir væri
bundið við stúlkur af lægri stéttum, líkt og þingmaður Alþýðu -
flokksins hafði varað við. Enda var talað um það öll hernámsárin að
lögreglan hefði aldrei amast við stúlkum frá „betri heimilum“ bæj-
arins.76 Þetta viðhorf lögreglunnar kom einna skýrast fram í þeim
undantekningartilvikum þegar stúlkur af betri heimilum komust í
kast við Ungmennaeftirlitið. Jóhanna segir svo frá einni yfirheyrsl-
unni yfir tveim stúlkum: „þær [stúlkurnar] koma ókunnugum fyrir
sjónir sem meðalbörn og heimili þeirra virðast vafalaust vera meðal-
heimili … Saga þeirra hlýtur óhjákvæmilega að vekja þessa spurn-
ingu: Hver getur verið öruggur um sitt barn?“77
Margar af stúlkunum, sem komust í kast við Ungmennaeftirlitið,
hefðu vissulega þurft á stuðningi hins opinbera að halda enda voru
margar þeirra mjög ungar; því var í raun um barnaverndarmál að
ræða.78 Tvær þeirra, sem áttu fáa samastaði í tilverunni, voru í slag-
togi við klíkur sem voru þekktar fyrir að þiggja fjármuni fyrir kynlíf
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 77
75 Sama heimild.
76 Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin“, bls. 134.
77 ÞÍ. UE. C/2-14. Bréf til Ungmennadómstólsins þann 14. apríl 1943.
78 Lbs.-Hbs. Agnes Jónasdóttir, Ástandið: Viðhorf og orðræða í fjölþjóðlegu sam-
hengi. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2016, http://hdl.handle.net/
1946/24385.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 77