Saga - 2017, Page 79
og héldu til á gistiheimilinu á Hverfisgötu 32. Önnur þeirra, sem var
í vist á hinu alræmda gistiheimili, lét það skýrt í ljós að henni þætti
það sem þar færi fram „hryllilegt“ og óskaði þess að losna þaðan.79
Afskipti Ungmennaeftirlitsins voru aftur á móti fremur til þess fallin
að gera ástandið verra og ýta stúlkunum úr öskunni í eldinn með
því að líta á eymd og fátækt sem glæp. Margar stúlkur sýndu áfalla -
viðbrögð þegar þær voru færðar til yfirheyrslu: trylltust í haldi,
skáru sig á glerbrotum eða slógu sjálfar sig. Ein þeirra lýsti líðan
sinni svo: „Mjer kemur illa saman við alla heima, allir hæðast að
mjer. Jeg hefi alltaf verið ein og engum getað sagt neitt. Mig langar
bara að deyja.“80
Þónokkrar af þeim stúlkum sem Ungmennaeftirlitið hafði af -
skipti af voru fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar, sumar hverj-
ar frá barnæsku. Sigrún var kölluð í yfirheyrslu vegna gruns um að
hún væri í slagtogi við hermenn og stuld. Hún neitaði í fyrstu öllu,
en þegar Jóhanna minnti hana á að fyrir lægi vottorð frá lækni, um
að meyjarhaft hennar væri rofið, og hún var innt eftir útskýringum
kom fram nöturleg saga um misnotkun af allra grófasta tagi frá því
í æsku. Sigrún var misnotuð af nágranna sínum í barnæsku, nánum
ættingja á unglingsaldri og loks hermanni sem hótaði henni með
byssu. Að yfirheyrslu lokinni skrifaði Jóhanna eftirfarandi athuga-
semd: „Engin merki sjást þess að hún blygðist sín fyrir játningarnar
um karlmannakynnin nje stuldinn.“81 Ekki er að sjá að saga Sig -
rúnar hafi skipt nokkru máli í málsmeðferð hennar. Sigrún sat því
uppi með skömmina og var dæmd til vistar á sveitaheimili. Skellt
var skollaeyrum við frásögn hennar en undrast af hverju hún
skammaðist sín ekki fyrir „karlmannskynnin“.
Slíkar frásagnir eru ekki einsdæmi. Önnur stúlka, Petra, sagði
svo frá við yfirheyrslu, eftir að hafa orðið uppvís að því, í kjölfar
læknisskoðunar, að ljúga til um að hún hefði haft samræði: „Þessi
maður nauðgaði mjer þarna í bílnum. Hann lagði mig í sætið og
lagðist ofan á mig … tók niður buxurnar mínar og hafði samfarir við
mig. Jeg barðist um og hljóðaði það hátt að Joe og Gunna hafa hlotið
að heyra það.“ Í skýrslunni eyddi Jóhanna ekki fleiri orðum á þessa
hafdís erla hafsteinsdóttir78
79 ÞÍ. Sakadómur Reykjavíkur FA9/3. Nr. 5 og nr. 8. Sjá einnig Guðjón Friðriks -
son, „Í fyrrakvöld keyrði um þverbak“, Lesbók Morgunblaðsins 25. febrúar 1989,
bls. 4–5.
80 ÞÍ. Sakadómur Reykjavíkur. FA9/2. Nr. 19.
81 ÞÍ. UE C/2-3. Nr. 639.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 78