Saga - 2017, Page 81
á að halda starfsemi þessara umdeildu stofnana áfram enda útséð
um að starf þeirra skilaði haldbærum árangri. Sem dæmi má nefna
að forstöðumenn kleppjárnsreykjahælisins voru alla tíð sérstaklega
gagnrýnir á starfsemi þess og tilgang og síðasti forstöðumaður hæl-
isins, Benedikt Sveinsson, talaði sérstaklega fyrir því að því yrði
lokað enda taldi hann að dvölin þar væri stúlkunum ekki til bóta.86
Dómsmálaráðherrann, Einar Arnórsson, ákvað í október 1943 að
leggja niður kleppjárnsreykjahælið. Í kjölfarið óskuðu dómarar í
Ungmennadómi eftir því að dómstóllinn yrði lagður niður og
barnaverndarnefnd falin umsjá ungmenna á glapstigum. Hinn 1.
desember 1943 féllu allir úrskurðir, bæði til hælis- og sveitarvistar,
úr gildi. Án Ungmennadómstóls og kleppjárnsreykja var starf ung-
mennaeftirlitsins í þáverandi mynd, sem gekk meira og minna út á
að sækja stúlkur til saka, úr sögunni. Jóhanna lenti upp á kant við
Barnaverndarnefnd út af deilum um verksvið og vinnubrögð og í
september árið 1944 sagði dómsmálaráðherra Jóhönnu upp störf -
um.87
Þó að sambönd hermanna og íslenskra kvenna yllu áfram tog-
streitu og væru umdeild, datt botninn úr öllum hamfarakenningum
og hrakfaraspám. Enda segir það sig sjálft að framtíð sjálfstæðis
Íslendinga hvíldi ekki á herðum fátækra stúlkna úr Reykjavík. Auk
þess höfðu margir í innsta hring ástandsmála efasemdir um að
aðgerðirnar skiluðu árangri. Jafnvel allsherjarnefnd Alþingis af -
greiddi lögin um eftirlit með ungmennum með þeim orðum að hún
efaðist um „að lækning þessara meina“ fengist „með ströngum ráð -
stöfunum og refsiaðgerðum af hálfu hins opinbera.“88 Forstöðu -
menn kleppjárnsreykjahælisins, sem var endapunktur lagasetning-
arinnar, hinn einangraði staður þar sem hægt var að koma fyrir
þeim stúlkum sem ekki stóðust siðferðisprófið, voru eins og áður
sumir andsnúnir starfsemi þess. Síðasti forstöðumaðurinn, Benedikt
Sveinsson, sá ekki tilgang í að halda áfram starfrækslu hælisins. Í
uppkasti af bréfi til dómsmálaráðuneytisins frá lok ágúst 1943 segir:
Jeg tel mjög vafasamt að hægt sé að reka svona heimili þannig að það
verði þeim stúlkum sem þar dvelja til góðs. Þær eru stimplaðar með
hafdís erla hafsteinsdóttir80
86 ÞÍ. Unglingaheimilið (Vinnuskólinn) á kleppjárnsreykjum. D/1–11. Sjá t.d
bréfaskipti Benedikts við Barnaverndarnefnd og dagbók kleppjárnsreykja -
hælisins.
87 Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin“, bls. 135.
88 Alþingistíðindi 1942. B-D, bls. 106–107.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 80