Saga - 2017, Page 82
dvöl sinni þar og það hafa þær sjálfar mjög á tilfinningunni að þær sjeu,
og þann stimpil getur verið allerfitt að losna við, sjérstaklega í okkar
fámenna landi. Almenningsálitið á þeim getur að vísu breyst smám
saman en ennþá virðist það eiga langt í land að gera það.89
Benedikt hafði það miklar efasemdir um tilvist kleppjárnsreykja -
hælisins að hann var sífellt í vafa um hvað hann ætti að nefna þær
stúlkur er þar dvöldust. Á einum stað í dagbók hælisins kallar hann
þær sjúklinga, annars staðar vistmenn og svo undir það síðasta talar
hann um þær sem nemendur, og sýnir þannig ákveðna viðleitni til
þess að reyna að milda og afglæpavæða þá stöðu sem stúlkurnar
höfðu.90 Þrátt fyrir viðleitni til að sjá kleppjárnsreykjahælið sem
„menntastofnun“ fyrir afvegaleiddar stúlkur má ekki gleyma því að
þar var einnig beitt harðneskjulegum úrræðum, sem eiga meira
skylt við fangelsisstofnanir en unglingaheimili, svo sem einangrun-
arvistun í lokuðu rými.91
Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um ástæður þess að siðfár blossi
upp. Cohen taldi að siðfár væri tilviljanakennt fyrirbæri og fylgifisk-
ur nútímasamfélaga. Félagsfræðingurinn Stuart Hall færði hins
vegar rök fyrir því að siðfár væri afleiðing kapítalísks samfélags og
því ekki tilviljanakennt heldur tæki til að viðhalda ríkjandi valda-
skipulagi.92 Aðrir fræðimenn, þeirra á meðal Nachman Ben-yehuda
og Eric Goode, líta svo á að siðfár megi rekja til þess að tiltekinn
hópur telji að ákveðnum grunngildum og stofnunum sé ógnað. Þeir
benda á þrjá hópa sem geta komið siðfári af stað. Í fyrsta lagi nefna
þeir grasrótina, sem finnst öryggi sínu ógnað. Í öðru lagi geti verið
um að ræða þrýstihópa, til dæmis trúfélög, pólitísk samtök eða
stofnanir sem reyna að vinna málstað sínum fylgi.93 Til þriðja hóps-
ins teljast valdastéttir, sem koma af stað siðfári til að beina athygli
almennings frá vandamálum sem gætu komið sér illa fyrir hagsmuni
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 81
89 ÞÍ. Unglingaheimilið (Vinnuskólinn) á kleppjárnsreykjum. D/1–11.
90 ÞÍ. Unglingaheimilið (Vinnuskólinn) á kleppjárnsreykjum. D/1 –1. Dagbók
kleppjárnsreykjahælisins.
91 Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu fegnar skifta um þjóðerni““, bls. 317.
92 Stuart Hall o.fl., Policing the Crises. Mugging, the State and Law and Order
(London: The Macmillan Press LTD 1978)
93 Hér er rétt að árétta að til þess að koma siðfári af stað verður einhver fráviks-
hegðun að vera skilgreind sem ógn. Því getur ótti við fyrirbæri sem eru alls
óskyld mannlegri hegðun, á borð við kjarnorkuógn eða hnattræna hlýnun,
ekki verið skilgreindur sem siðfár.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 81