Saga - 2017, Page 84
stundum beinlínis sagt að vinnan sjálf hafi skemmandi áhrif og
afleiðingar hennar, þ.e. kynni Íslendinga og setuliðsmanna, séu auka-
afurð hinnar eyðileggjandi vinnu. Vilmundur kvartaði yfir að „hin
betri heimili“ hefðu ekki efni á að ráða sér stúlku og Agnar lýsti
skaðsemi Bretavinnunnar svo í endurminningum sínum:
[E]inn versti hvati lauslætisins var Bretaþvotturinn svokallaði. Það var
þegar íslensk heimili fóru að þvo þvotta fyrir hermennina. Þar með
voru þeir komnir inn á gafl á hundruðum, ef ekki þúsundum heimila í
landinu. Harmleikirnir sem spruttu af þessum óskaplega samgangi
hers og þjóðar urðu fleiri en nokkurn órar fyrir, og gegn þeim varð að
hamla eftir mætti og til þess dugðu eingin vettlingatök.97
Tilraunir til að banna vinnu kvenna, til dæmis á veitingahúsum, má
því túlka sem viðleitni til að viðhalda framboði af ódýru vinnuafli.
Einnig má nefna togstreituna milli dreifbýlis og þéttbýlis. Hug -
mynda fræðin á bak við ímyndina um ástandsstúlkuna var byggð á
hugmyndum um þéttbýli sem frjóan jarðveg fyrir spillingu, úrkynj-
un og allrahanda lesti eða, eins og landlæknir orðaði það: „uppeldis -
stöð fyrir skækjur“. Sveitirnar voru hins vegar hinn sanni, þjóð holli
staður sem ól þjóðlegar dyggðir við brjóst sér. Jóhanna knudsen
gekk jafnvel svo langt að telja þéttbýlið svo helsjúkt að taka yrði
fyrir að fólk úr þéttbýlinu gæti smitað hið hreina dreifbýli.
Lokaorð
Bókmenntafræðingurinn Daisy Neijmann, sem hefur skoðað birt-
ingarmyndir hernámsins og ástandsins í íslenskum bókmenntum,
varpaði því fram í grein í Skírni árið 2011 hvort ekki væri tímabært
að íslenskt samfélag gerði upp stríðsárin. Í greininni vísaði hún til
hugtaksins Vergangenheitsbewältigung, sem varð til í Þýskalandi eftir
seinni heimstyrjöld og merkir kerfisbundna og siðræna úrvinnslu á
sögunni með tilliti til gerenda og þolenda. Neijmann vísaði í fyrir-
lestra Vals Ingimundarsonar um að Íslendingar litu gjarnan á sig
sem óvirk fórnarlömb utanaðkomandi afla og forðuðust því að
spyrja áleitinna spurninga, til dæmis um stríðsgróða og ábyrgð.98
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 83
97 Jóhannes Helgi, Lögreglustjóri á stríðsárunum. Minningar Agnars Kofoed-Hansens
(Reykjavík: Almenna bókafélagið 1981), bls. 186.
98 Daisy Neijmann, „Óboðinn gestur: Fyrstu birtingarmyndir hernámsins í
íslenskum skáldskap“, Skírnir 185 (vor 2011), bls. 64–88, einkum 64–65. Sjá
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 83