Saga - 2017, Page 89
þeim félögum að sofa þar yfir nóttina.2 Sú verður þó raunin. Þrír
þeirra hreiðra um sig í kórnum en tveir sofa við útidyrnar. klukkan
sex morguninn eftir, 26. júlí 1810, ríður hópurinn aftur af stað yfir
úfið hraunið til austurs. Í dagbókarfærslu þess dags útskýrir Hol -
land að Þingvellir séu „frægir í sögunni vegna þess, að þar voru
dómþing og þjóðfundur alls landsins haldin fyrrum“.3
Getur verið að þessi stutta dvöl breskra ferðamanna á Þingvöll -
um hafi haft varanleg áhrif á skilning okkar Íslendinga á merkingu
þessa staðar? Slíkt stangast á við þá útbreiddu skoðun að skáldið og
náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson „hafi fyrstur manna upp-
götvað Þingvelli á nútímalegan hátt“, svo vitnað sé í skrif Svein -
björns Rafnssonar um efnið.4 Er þá oftast vitnað til ljóðsins „Ísland“
sem Jónas birti í fyrsta árgangi Fjölnis árið 1835. Þar er annars vegar
rætt um „alþingið feðranna“ á Þingvöllum, sem „Gissur og Geir,
Gunnar og Héðinn og Njáll“ sóttu heim fyrr á tíð, og hins vegar lýst
bágu ástandi staðarins í nútímanum: „Nú er hún Snorrabúð stekkur
og lyngið á lögbergi helga / blánar af berjum hvurt ár, börnum og
hröfnum að leik.“5 Sjálfur vekur Sveinbjörn athygli á að Jónas sé hér
og í fleiri ljóðum sínum um Þingvelli líklega undir áhrifum frá skrif-
um Finns Magnússonar og Baldvins Einarssonar. Þetta er þörf
ábending en segir ekki alla söguna. Í þessari grein verður málið
jón karl helgason88
2 Sir George Steuart Mackenzie, Travels in the Island of Iceland, during the summer
of the year MDCCCX (Edinborg: Thomas Allan and Company 1811), bls. 209.
3 Henry Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810, bls. 155.
4 Sveinbjörn Rafnsson, „Jónas Hallgrímsson og fræði fornra minja“, Skírnir 183
(vor 2009), bls. 164. Meðal þeirra sem lagt hafa áherslu á mikilvægt hlutverk
Jónasar í þessu samhengi eru Páll Líndal (sjá nmgr. 13), Páll Valsson og Birgir
Hermannsson (sjá nmgr. 18). Menn hafa einnig bent á að kvæði Jónasar er að
einhverju marki innblásið af hugmyndum annarra Fjölnismanna, ekki síst
Tómasar Sæmundssonar. Sjá m.a. Sveinn yngvi Egilsson, „„Óðinn sé með
yður!“ Fjölnismenn og fornöldin“, Guðamjöður og arnarleir. Safn ritgerða um
eddulist. Ritstj. Sverrir Tómasson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1996), bls. 261−94;
endurbirt í Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían 1999), bls. 29−56, og Guð -
mundur Hálfdanarson, „Þjóðhetjan Jón Sigurðsson“, Andvari 122 (1997), bls.
40−62; endurbirt í Íslenska þjóðríkið — uppruni og endimörk (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían 2001), bls. 77−96.
5 Jónas Hallgrímsson, „Ísland“, Ljóð og lausamál I. Ritverk Jónasar Hallgríms -
sonar. Ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn yngvi Egilsson (Reykja -
vík: Svart á hvítu 1989), bls. 63.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 88