Saga - 2017, Page 90
tekið til frekari skoðunar og lögð áhersla á hvernig hugmyndir
Íslend inganna um Þingvelli kallast á við lýsingar breskra Íslands -
ferðabóka frá öðrum áratug nítjándu aldar.
Vettvangur síbreytilegra minninga
Í lokakafla skáldsögunnar Borgar (1993) eftir Rögnu Sigurðardóttur
ganga tvær af aðalpersónum verksins eftir Almannagjá á fallegum
haustmorgni. Þoka „líður yfir hraunið, liggur á botni gjárinnar, þétt-
ist, lyftist og leysist upp á víxl“.6 Logi, sem vinnur á auglýsinga -
stofu, hefur orð á því við Vöku kærustu sína að strengjakvartett eftir
Shostakovítsj ætti vel við og er óðara farinn að innlima umhverfið í
ímyndaða sjónvarpsauglýsingu. Vöku finnst eins og hún sé stödd í
málverki eftir Jón Stefánsson, Logi vísar í málverk Jóhannesar
kjarvals. En staðurinn vekur einnig hjá þeim endurminningar um
verk norska málarans Edvards Munch, rússneska kvikmyndaleik-
stjórans Andreis Tarkovsky og franska rithöfundarins Gustaves
Flaubert. „Og ekki gleyma Thor,“ bætir Logi við. Vaka svarar með
því að nefna nafn Jónas Hallgrímssonar og Logi bregst við með því
að vitna í tvær hendingar úr sonnettu skáldsins „Ég bið að heilsa“:
„Með rauðan skúf í peysu. … Það er stúlkan mín.“7 Enda þótt um
skáldaða sviðsetningu sé að ræða gefur hún vísbendingu um þær
minningar sem Þingvellir kunna að hafa vakið hjá ungu, ástföngnu
fólki á ofanverðri tuttugustu öld. Sumar tengjast túlkunum íslenskra
listamanna á umhverfinu en aðrar erlendum málverkum, kvik-
myndum og skáldsögum þar sem áþekkri náttúru eða veðurfari er
lýst.8 Brugðið er ljósi á hvernig skynjun okkar á veruleikanum er
skilyrt af þrálátri neyslu á afurðum listamanna og auglýsingafólks.
Náttúran er í vissum skilningi orðin að eftirlíkingu eigin eftir mynda.
Vaka harmar þessi áhrif: „Ég áttaði mig á því að það sem ég upplifi
í dag minnir mig alltaf á eitthvað annað. Að það sem ég hélt ég gæti
geymt ósnert í huga mér hefur breyst, öðlast nýja merkingu vegna
einhvers annars sem ég hef séð, lesið eða gert.“9
hver skóp þingvelli …? 89
6 Ragna Sigurðardóttir, Borg (Reykjavík: Mál og menning 1993), bls. 164.
7 Sama heimild, bls. 166.
8 Athygli vekur að Vaka og Logi skuli hvorki nefna þekktustu Þingvallaljóð
Jónasar né vísa til upprunalegs hlutverks staðarins sem vettvangs þinghalds á
miðöldum.
9 Ragna Sigurðardóttir, Borg, bls. 167.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 89