Saga - 2017, Qupperneq 91
En það er einnig mögulegt að skoða þessa senu úr skáldsögunni
frá öðru sjónarhorni, með hliðsjón af örlögum Þingvalla sem sögu -
legs minnismerkis (þ. historisches Denkmal) og staðar eða vettvangs
minninga (fr. lieu de mémoire). Bæði þessi hugtök hafa komið við sögu
í fjörlegri umræðu íslenskra fræðimanna um efnið undanfarna tvo
áratugi. Guðmundur Hálfdanarson reið þar á vaðið með grein sinni
„Þingvellir og íslenskt þjóðerni“ (1997) en þar beindist athyglin
meðal annars að þjóðhátíðinni sem haldin var við Öxará í tilefni af
50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994. Með vísan til hugtaks
franska sagnfræðingsins Pierres Nora vettvangur minninga, sem er
að nokkru leyti andhverfa sögulegrar fortíðar,10 heldur Guðmundur
því fram að Þingvellir séu á okkar dögum gildistómt tákn, til marks
um vaxandi sambandsleysi þjóðarinnar við fortíð sína og sögu.11
kolbeinn Óttarsson Proppé tók upp þráðinn frá Guðmundi í grein-
inni „Hetjudýrkun á hátíðarstundu“ (2003) en þar er gerður saman-
burður á þeim ólíku þjóðhátíðum sem efnt hefur verið til á Þing -
völlum í hálfa aðra öld, allt frá því að þúsund ára afmæli Íslands -
byggðar var fagnað þar 1874. kolbeinn staðhæfir að staður inn hafi
við slíkar kringumstæður orðið eins konar dómkirkja í veraldlegum
trúarbrögðum íslenskrar þjóðernishyggju.12
jón karl helgason90
10 Sjá m.a. Pierre Nora, „Between Memory and History: Les Lieux de Mémoire“,
Representations 26 (vor 1989), bls. 7−24. Hugtakið lieu de mémoire liggur til
grundvallar miklu verki sem Nora ritstýrði, Les Lieux de Mémoire (1984−1992),
en þar fjölluðu margir höfundar um margháttaða staði minninga í frönsku
samfélagi.
11 Guðmundur Hálfdanarson, „Þingvellir og íslenskt þjóðerni“, Milli himins og
jarðar. Maður, guð og menning í hnotskurn hugvísinda. Erindi flutt á hugvísindaþingi
guðfræðideildar og heimspekideildar 18. og 19. okt. 1996. Ritstj. Anna Agnarsdóttir,
Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997), bls.
409; endurbirt í Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið — uppruni og endi-
mörk, bls. 173–189. Sjá einnig Guðmundur Hálfdanarson, „Collective Memory,
History, and National Identity“, í The Cultural Reconstruction of Places. Ritstj.
Ástráður Eysteinsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2006), bls. 83−100.
12 kolbeinn Óttarsson Proppé, „Hetjudýrkun á hátíðarstundu. Þjóðhátíðir og
viðhald þjóðernisvitundar“, Þjóðerni í þúsund ár. Ritstj. Jón yngvi Jóhannsson,
kolbeinn Óttarsson Proppé og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2003), bls. 151–165. Grein kolbeins er byggð á BA-ritgerð hans í sagnfræði:
Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) kolbeinn Óttarsson
Proppé, Hetjudýrkun á hátíðarstundum: Greining á þjóðernisvitund Íslend -
inga. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 90