Saga - 2017, Side 92
Í kjölfarið fylgdu áðurnefnd skrif Sveinbjörns Rafnssonar í grein-
inni „Jónas Hallgrímsson og fræði fornra minja“ (2009). Þar er
dregið í efa að Jónas, líkt og Páll Líndal kemst að orði, hafi bent
fyrstur Íslendinga „á þann sannleik sögufrægðar og náttúrufeg-
urðar“ sem sé að finna á Þingvöllum.13 Sveinbjörn færir rök fyrir því
að skrif Baldvins Einarssonar í tímaritinu Ármann á Alþingi (1829−
1832) og skrif Finns Magnússonar um íslenskar fornleifar hálfum
öðrum áratug fyrr hafi lagt grunn að þeirri upphöfnu mynd
Þingvalla sem Jónas endurskapar í ljóðum sínum. Skrif þeirra setur
Sveinbjörn í samband við kenningar Noras en einnig hugmyndir
austurríska sagnfræðingsins og heimspekingsins Alois Riegl um
söguleg minnismerki.14 Riegl vakti athygli á að með tímanum fari
menn oft að líta á tiltekin sköpunarverk (einkum listaverk) sem
minnismerki þó að þau hafi ekki endilega verið gerð í slíkum til-
gangi. Þrennt getur einkum ýtt undir þessa þróun: hár aldur, sögu-
legt gildi og mikilvægi viðkomandi verks fyrir samtímann.15
Nýjasta og viðamesta umfjöllunin um efnið er grein Birgis
Hermannssonar, „Hjartastaðurinn: Þingvellir og íslensk þjóðernis-
hyggja“ (2011−2012), en þar er lögð áhersla á breytilega merkingu
Þingvalla sem þjóðartákns frá einum tíma til annars. Birgir er ósam-
mála því að vellirnir séu orðnir að gildistómu tákni, líkir þeim til-
búnu stöðum og minnismerkjum sem kennd eru við vettvang minn-
inga. Hann minnir á að þeir sem sóttu þjóðhátíðina árið 1994 „komu
á Þingvelli til að halda upp á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins og litu
svo á að það væri atburður sem væri þess virði að minnast“.16 Telur
hver skóp þingvelli …? 91
13 Sveinbjörn Rafnsson, „Jónas Hallgrímsson og fræði fornra minja“, bls. 164.
Sveinbjörn vitnar hér til orða Páls Líndals, „Stríð og friður: Samantekt á víð og
dreif um aðdraganda að setningu náttúruverndarlaga á Íslandi“, Eldur er í
norðri. Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum 8. janúar 1982. Ritstj.
Helga Þórarinsdóttir o.fl. (Reykjavík: Sögufélag 1982), bls. 323.
14 Hugmyndirnar, sem Riegl kynnti í ritinu Der Moderne Denkmalkultus (1903),
tengdust meðal annars störfum hans fyrir opinbera austurríska fornminja -
nefnd. Sjá Michele Lamprakos, „Riegl’s Modern Cult of Monuments and the
Problem of Value“, Change Over Time. An International Journal of Conservation
and the Built Environment 4:2 (2014), bls. 418−435, og Sveinbjörn Rafnsson,
„Jónas Hallgrímsson og fræði fornra minja“, bls. 167−168.
15 Alois Riegl, „The Modern Cult of Monuments: Its Character and Its Origin“,
þýð. kurt W. Forster og Diane Ghirardo. Oppositions 25 (haust 1982), bls. 21−51.
16 Birgir Hermannsson, „Hjartastaðurinn: Þingvellir og íslensk þjóðernishyggja“,
Bifröst Journal of Social Science 5−6 (2011−2012), bls. 24. Grein Birgis er byggð á
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 91