Saga - 2017, Síða 93
Birgir eðlilegra að líta á staðinn sem sögulegt minnismerki í skilningi
Riegls og sporgöngumanna hans, „búið til í ákveðnum tilgangi eða
upphafið í ljósi sögulegrar þekkingar til að staðfesta eða kalla fram
tengsl við fortíðina byggð á tilfinningum eða sögulegri þekkingu“.17
Í grein sinni tekur Birgir undir þau orð Páls Valssonar, ævisagnarit-
ara Jónasar Hallgrímssonar, að með ljóðinu „Ísland“ hafi skáldið
„haft úrslitaáhrif um að gera Þingvelli við Öxará að heilögum
stað“.18 En Birgir bendir líka á að fleira hafi skipt þar verulegu máli,
til að mynda þjóðhátíðirnar sem kolbeinn fjallar um, friðun staðar -
ins sem Jónas Jónsson frá Hriflu fékk samþykkta á Alþingi 1929 og
landslagsmyndir listmálara á borð við kjarval. Birgir víkur hins
vegar lítið sem ekkert að umræðum manna um Þingvelli á fyrstu
áratugum nítjándu aldar né vísar hann til rannsókna Sveinbjörns
Rafnssonar á því efni.
Í þessari grein beinist athyglin að aðdraganda þess að Jónas
Hallgrímsson samdi Þingvallaljóð sín. Auk „Íslands“, þar sem rætt
er um hlutverk Þingvalla sem þingstaðar á miðöldum og vettvangs
kristnitökunnar, er kvæðið „Fjallið Skjaldbreiður“ (1845) oft tilfært.
Eins og Birgir vekur athygli á leggur Jónas þar drög að þeirri túlkun
síðari tíma manna að staðurinn sé „dómkirkja“ þjóðernis hyggj -
unnar.19 „Búinn er úr bálastorku / bergkastali frjálsri þjóð“, segir
meðal annars í ljóðinu.20 Hér er náttúra Þingvalla ekki bara upp -
hafin heldur tengd við þjóðernisleg markmið sjálfstæðisbaráttunnar
en það sama gerir skáldið einnig í „Íslandi“ með því að tala um
„frjáls ræðishetjurnar góðu“.21 Slíkt sætti sannarlega tíðindum í
umræðum Íslendinga um staðinn á fyrri hluta nítjándu aldar en það
er einmitt í því samhengi sem skrif Mackenzies um heimsókn þeirra
Hollands og Brights þangað sumarið 1810 eru athyglisverð.
jón karl helgason92
kafla í doktorsritgerð hans í stjórnmálafræði, Understanding Nationalism: Studies
in Icelandic Nationalism, 1800−2000 (Stokkhólmi: Stockholm University 2005).
17 Sama heimild, bls. 26. Birgir styðst hér einnig við skrif franska sagnfræðingsins
Françoises Choay.
18 Sama heimild, bls. 31−32. Birgir vitnar hér í Pál Valsson, Jónas Hallgrímsson.
Ævisaga (Reykjavík: Mál og menning 1999), bls. 121.
19 Birgir Hermannsson, „Hjartastaðurinn: Þingvellir og íslensk þjóðernishyggja“,
bls. 32 (sjá einnig bls. 39−42).
20 Jónas Hallgrímsson, „Fjallið Skjaldbreiður (Ferðavísur frá sumrinu 1841)“, Ljóð
og lausamál I, bls. 131.
21 Jónas Hallgrímsson, „Ísland“, Ljóð og lausamál I, bls. 63.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 92