Saga - 2017, Side 94
Viðhorf ferðalanga
Líkt og Matthías Þórðarson rekur í ritinu Þingvöllur: Alþingis staður -
inn forni (1945) hófst markverð skráning á fornum mannvistarleifum
á Þingvöllum í kringum aldamótin 1700. Frá þeim tíma er „Alþingis
Catastasis“ sem lýsir staðsetningu Lögbergs til forna og allmargra
þingbúða. Þeirra á meðal eru búðir Flosa, Njáls, Snorra goða,
Þorgeirs Ljósvetningagoða, Eyjólfs Bölverkssonar, Gissurar hvíta,
Geirs goða, Höskuldar Dalakollssonar, Ásgríms Elliðagrímssonar,
Egils Skallagrímssonar, Hjalta Skeggjasonar, Síðu-Halls, Guð mundar
ríka og Marðar gígju.22 Matthías dregur þá ályktun að vaxandi
áhugi manna á fornsögum og vísindum almennt hafi hér ráðið
nokkru en einnig að þingmenn hafi undir lok sautjándu aldar farið
„að taka upp aftur þann forna sið, að byggja búðir úr torfi og grjóti
á Alþingis-staðnum til að hafast við í um þingtímann“.23 Af „Al -
þingis Catastasis“ eru til allmargar afskriftir frá átjándu öld en þær
sýna, eins og Adolf Friðriksson bendir á, „að áhugi á þessu efni
hefur verið töluverður“.24 Matthías rekur líka ýmis önnur skrif frá
átjándu öld þar sem búðaskipan eða hið forna þinghald kemur við
sögu, meðal annars Reise igiennem Island (1772) eftir Eggert Ólafsson
(betur þekkt undir titlinum Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar). Báðir telja þeir Matthías og Adolf hana geyma merkustu
rituðu lýsingu átjándu aldar á Þingvöllum.
Ferðabókin er ávöxtur af rannsóknum náttúrufræðingsins Eggerts
og læknisins Bjarna Pálssonar á náttúru og mannlífi hér á landi á
árunum 1752 til 1757. Í kafla um steintegundir á Suðurlandi er
Þingvöllum og nánasta umhverfi þeirra lýst í fáum orðum og beinist
athyglin einkum að því hvað gjárnar og sprungurnar þar séu dimm-
ar og ægilegar, og mikill farartálmi þeim sem þangað leggja leið
sína. Aðeins er stuttlega minnst á þinghaldið í þessu sambandi:
„Sléttlendið í Almannagjá er breiðast rétt hjá þingstaðnum. Þess
hver skóp þingvelli …? 93
22 Sjá „Alþingis Catastasis“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 4 (1884−1885), bls.
139−142. Þar er prentuð sú útgáfa textans sem er varðveitt í konungs -
bókhlöðunni í kaupmannahöfn: Kgl.Bibl. Kbh. Ny kgl. Samling nr. 1281, fol.
23 Matthías Þórðarson, Þingvöllur: Alþingisstaðurinn forni (Reykjavík: Alþingis -
sögunefnd 1945), bls. 13.
24 Adolf Friðriksson, „Þingvellir — Rannsóknarsaga“, Þinghald til forna: Fram -
vinduskýrsla 2002. Ritstj. Adolf Friðriksson (Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands
2002), bls. 17.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 93