Saga - 2017, Side 95
vegna er þar þéttsett með tjöldum og búðum þingsheims.“25 Aftar í
sama kafla, þar sem rætt er um merkisstaði á Suðurlandi, eru Þing -
vellir taldir upp fyrstir ásamt landnámsbæ Ingólfs Arnarsonar.
Höfuðáhersla er reyndar lögð á hlutverk vallanna á síðari öldum.
Við höfum þegar nefnt Reykjavík sem fyrsta bæinn, er byggður var á
Íslandi, og að því leyti hinn merkasta. Ingólfur, fyrsti landnámsmaður-
inn, og nokkrir niðjar hans héldu þar uppi réttarfari og stofnuðu eins
konar alþing á Kjalarnesi … Síðar var Alþingi flutt á Þingvöll … og þar
hefir það verið haldið síðan. Öxará skiptir þingstaðnum í tvennt.
Austan árinnar er Consistorium eða prestastefnan háð árlega í
Þingvallakirkju. … Á vesturbakka árinnar stendur lögrétta. Henni er nú
reist hús úr timbri, og sömuleiðis er þar timburhús, sem amtmaður býr
í um þingtímann, og þar er yfirrétturinn haldinn. … Í Þorleifshólma í
Öxará eru sakamenn teknir af lífi, en uppi í Almannagjá, norðan við
vellina, er brattur klettur, sem galdramönnum þeim, er brenndir voru,
var hrundið fram af ofan í bálið.26
Athygli vekur að í ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna var ekki að
finna neina mynd frá Þingvöllum. Þeir voru ekki heldur eitt af
höfuðviðfangsefnum þeirra myndlistarmanna sem tóku þátt í
tveim ur helstu könnunarleiðöngrum Breta til Íslands á síðari hluta
átjándu aldar undir forystu Josephs Banks og Johns Thomas
Stanley.27 Hvorug ferðin leiddi strax til bókaútgáfu en bæði Banks
og þrír samferðamenn Stanleys héldu dagbækur á Íslandi sem síðar
hafa komið út. Í dagbók Banks kemur fram að hann og félagar hans
hafi staldrað við á Þingvöllum um miðjan september árið 1772 á leið
að Laugarvatni, eftir að hafa fengið næturgistingu í Heiðarbæ á
bakka Þingvallavatns. Leiðangursstjórinn ver mestu rými í lýsingu
á hrauninu og gjánum á svæðinu en virðist ófróður eða áhugalaus
um sögu staðarins. Hann nefnir að Þingvellir hafi verið dómstaður
um langa hríð en í kjölfarið fylgir einungis lýsing á starfsemi Al -
þingis í samtímanum og þeim húsum sem henni tengjast, sem og
þeim aðferðum sem beitt er við aftökur. Banks hefur orð á því að
presturinn á staðnum, séra Magnús Sæmundsson, sé „latur, fáfróður
jón karl helgason94
25 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra
á Íslandi árin 1752−1757 II. Þýð. Steindór Steindórsson frá Hlöðum (Reykjavík:
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 1974), bls. 197.
26 Sama heimild, bls. 259−260.
27 Sjá Frank Ponzi, Ísland á átjándu öld. Myndir úr leiðöngrum Banks og Stanleys.
Þýð. Jóhann S. Hannesson (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1980).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 94