Saga - 2017, Page 97
Enda þótt vitnisburður þeirra þremenninga hafi ekki birst opin-
berlega fyrr en á síðari hluta tuttugustu aldar og dagbók Banks ekki
fyrr en á liðnu ári má álykta af þessum skrifum nokkuð um hvern
sess Þingvellir skipuðu í huga manna á ofanverðri átjándu öld:
Umhverfið nýtur vaxandi velþóknunar en saga staðarins liggur að
mestu í þagnargildi.32 Svipaða sögu er að segja um bókina Journal of
a Tour in Iceland in the Summer of 1809 (1811) sem enski grasafræðing-
urinn William Jackson Hooker skrifaði. Hooker dvaldi í fjórar nætur
við Þingvallavatn, fyrstu þrjár í túninu í Heiðarbæ og þá fjórðu í
tjaldi í Almannagjá. Í skrifum hans, rétt eins og í dagbókarfærslum
landa hans frá átjándu öld, má greina þá háleitu (e. sublime) nátt-
úrusýn sem einkennir Þingvallaljóð Jónasar Hallgrímssonar.33
Hooker ræðir hve ógreiðfært sé um hraunið og Almannagjá en ber
engu að síður lof á „þetta fagra villta útsýni“.34 Hann leggur sig
einnig fram um að lýsa dýralífi og gróðri svæðisins, sem og heimils-
fólki, húsakosti og búskaparháttum hjá klerki sem hann talar um
með jákvæðari hætti en samferðamenn Stanleys. Dagspart nýtur
hann leiðsagnar séra Páls og sonar hans um umhverfi prest seturs -
ins. Hvorugur þeirra virðist þó fræða hann um sögu Þingvalla á
miðöldum eða ræða í þaula hlutverk þeirra sem þingstaðar á síðari
öldum.
Ástæða fyrir áhugaleysi heimamanna á þessu efni kann að vera
sú að hið tvíþætta þinghald sem Eggert lýsir — prestastefnan og
lögréttan — var flutt til Reykjavíkur undir lok átjánda aldar, meðal
annars vegna þess að lögréttuhúsið á Þingvöllum þótti ekki boðlegt
jón karl helgason96
32 Mikið hefur verið skrifað um þetta efni á umliðnum árum, sjá m.a. Gary Aho.
„„Með Ísland á heilanum“. Íslandsbækur breskra ferðalanga 1772−1897“,
Skírnir 167 (vor 1993), bls. 205−258; Sumarliði Ísleifsson, Ísland, framandi land
(Reykjavík: Mál og menning, 1996); Andrew Wawn, The Vikings and the
Victorians. Inventing the Old North in Nineteenth-Century Britain (Cambridge: D.
S. Brewer 2000), bls. 283−311.
33 Líkt og Sveinn yngvi Egilsson hefur bent á hafa fagurfræðilegar hugmyndir
manna um hið háleita eða ægifagra mótandi áhrif á þessu sviði. Fegurð Íslands
er í vaxandi mæli skilgreind á nítjándu öld út frá tilkomumiklum hrikaleik
landslagsins. Sjá Sveinn yngvi Egilsson, Náttúra ljóðsins. Umhverfi íslenskra
skálda (Reykjavík: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands 2014), bls.
23−24, 42−43, 62−63 og 67−95.
34 William Jackson Hooker, Ferð um Ísland 1809. Þýð. Arngrímur Thorlacius
(Reykjavík: Fósturmold 2000), bls. 62.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 96