Saga - 2017, Side 98
lengur. Alþingi starfaði í Hólavallarskóla í höfuðstaðnum árin 1799
og 1800 en var eftir það lagt niður samkvæmt konungsúrskurði.
Ólafur Stephensen stiftamtmaður var talsmaður þess að flytja
þingið til Reykjavíkur. Taldi hann bæði „auðveldara og ódýrara“ að
fá húsnæði undir starfsemina þar en að byggja nýtt hús við Öxará,
auk þess sem hann fullyrti að almennt væri hentugra fyrir þing -
menn að sækja fundi í höfuðstaðnum.35 Starfsemi Alþingis á Þing -
völlum hætti þar með að vera lifandi veruleiki en um leið sköpuðust
forsendur til að þróa staðinn sem sögulegt minnismerki. Hér skiptir
líka máli að þekking á íslenskum fornbókmenntum hafði verið að
aukast, bæði innanlands og utan, meðal annars með prentuðum
útgáfum og þýðingum einstakra sagna. Má þar nefna útgáfu Ólafs
Ólafssonar á Njáls sögu frá 1772 og latneska þýðingu Jóns Jónssonar
á sögunni sem út kom árið 1809.36 Hooker virðist reyndar ekki hafa
þekkt til þessarar útgáfu eða haft mikinn áhuga á bókmenntum.
Ári eftir að hann ferðaðist um Ísland komu þeir Mackenzie,
Bright og Holland til Þingvalla. Holland var sá eini í hópnum sem
hélt dagbók. Hann varði þar nokkru rými í að lýsa hinu ægifagra
umhverfi — það var „furðulegt, framandi og einstakt í sinni röð“37
— en síðan tók hann til við að skilgreina sögulegt gildi staðarins
með þeim orðum sem vitnað var til í upphafi þessarar greinar. Og
hann bætir við:
Þótt aðeins séu liðin 10 ár síðan yfirrétturinn var fluttur héðan til
Reykjavíkur, eru fáar minjar hér, sem vitni um það, hversu merkilegur
staðurinn er í sögu þjóðarinnar. Nokkrir hraungrýtishnullungar, sem
liggja í hrúgum á fáeinum stöðum vestan árinnar andspænis kirkjunni,
eru leifar af veggjum, sem tjaldað var yfir til íbúðar fyrir embættismenn
og opinbera starfsmenn þingsins, sem þarna komu saman.38
hver skóp þingvelli …? 97
35 Sjá m.a. Björn Þórðarson, „Alþingi 1798−1800“, Skírnir 104 (1930), bls. 245.
Löggjafarvaldið hafði áður verið flutt til Danmerkur og þingið á Þingvöllum
var því einvörðungu dómstóll síðustu árin.
36 Ólafur Ólafsson (útg.), Sagan af Niáli Þórgeirssyni og sonum hans, útgefin efter
gaumlum skinnbókum með konunglegu leyfi (kaupmannahöfn: s.n. 1772), og Peter
Friderich Suhm (útg.), Nials-saga: historia Niali et filiorum, latine reddita, cum adj-
ecta chronologia, variis textus islandici lectionibus, earumque crisi, nec non glossario
et indice rerum ac locorum. Þýð. Jón Jónsson (kaupmannahöfn: Det Arnamagnæ -
anske legat 1809).
37 Henry Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810, bls. 154.
38 Sama heimild, bls. 155.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 97