Saga - 2017, Síða 105
norðan Ármannsfells. Páll getur þess reyndar að haugur Þorleifs
jarlaskálds hafi horfið ofan í gjá sem opnaðist í Þorleifshólma í
Öxará í jarðskjálftunum 1789. Þá segir hann að þrír álna- eða ábóta-
steinar, sem talið er að Alexíus, fyrsti prestur á Þingvöllum eftir
siðaskipti, hafi flutt að Þingvallakirkju, séu enn á sínum stað. Síðan
segir:
Eingar markverdar Fornmannaleifar siast hér adrar enn þær ádur
nefndu, utann ærid storar Búdatoptarústir um allt, hvar af ein, þo ein-
hvor hin minsta, stendur á Lögberge hinu gamla, er nú kallast Lög -
rettu spaung, þar þad liggur millum tveggja diúpra Vatns giáa, er koma
samann og verda að eirni fyrir norðann þad, og kallast Giá þesse
Flosagiá, eptir því ad í Niálu seigir ad Flosi Þordarson á Svinafelli hafi
yfir hana stockid.56
Það hve fáorður séra Páll er um minjar á Þingvöllum kann að
merkja að þrátt fyrir heimsóknir erlendra ferðamanna sé presturinn
sjálfur fremur ónæmur fyrir sögulegu mikilvægi staðarins. Hann
nafngreinir enga þingbúð, ekki einu sinni Snorrabúð sem ein-
hver staðkunnugur hafði þó bent Henderson á aðeins tveimur árum
fyrr.
Annar vitnisburður, sem vert er að skoða, er bréf sem séra Einar
Sæmundsson, prestur í Stafholti í Borgarfirði, sendi Sigurði Guð -
mundssyni málara á haustmánuðum 1863. Á þeim tíma vann sá
síðarnefndi að bók sinni Alþingisstaður hinn forni við Öxará (1878).
Sendi Sigurður 33 spurningar viðvíkjandi efninu til séra Einars.
Ástæðan var sú að Einar hafði tekið við brauði á Þingvöllum árið
1822, eftir andlát séra Páls, og þjónað í sex ár. Meðal þess sem Sigurð
fýsti að vita var hvar lambhús, fjárhús og stekkur hefðu staðið á
þeim árum en hann spurði líka nákvæmlega út í tiltekin örnefni.
Svörin gefa hugmynd um hvernig Þingvellir héldu áfram að mótast
sem sögulegt minnismerki á þriðja áratug nítjándu aldar.
12., Var í yðar tíð kallað Lögberg eða Lögrèttuspaung, milli Flosagjár
og Nikolásargjár, í daglegu tali? Svar: Flosagjá heitir gjáin austan-
vert við Lögberg, sem so var optast kallað í minni tíð; enn af því
Nikolásar-pittur er í sömu gjánni, mun hún einnig, eptir að hann
drap sig í hönum 1742, hafa verið kölluð Nikolásar-gjá. …
17., Hvaða fornmannabúðir hafið þèr heyrt nafngreindar á Þingvelli og
hvaða dómstaði eða mannvirki? Svar: Af þeim mörgu búðatóptum,
jón karl helgason104
56 Páll Þorláksson, „Þingvellir“, í Frásögur um fornaldarleifar 1817−1823 I, bls. 221.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 104