Saga - 2017, Page 106
sem vóru fyrir vestan Öxará; man eg ekki að greina nema tvær, nla:
Snorrabúð, goða, í skarðinu, þar sem vegurinn liggr uppí almanna -
gjá, að austan, — og Njálsbúð, á slèttri grund fyrir vestan ána, hèr-
um móts við bæinn, jafnvel neðsta allra búða. Fyrir austan ána veit
eg að nefna Skaptabúð, á sjálfu Lögbergi, og Gyrðisbúð uppá
Biskupshólunum í túninu. …
23., Þekkið þèr hólinn Flosa eða Flosahæð? Svar: Ekki er svo vel. — En
jeg hafði ætlað að Flosi eða Flosahæð hafi verið nyrðri og hærri
hæðin á Lögbergi, frá hvörri Flosi hörfað hafi austr yfir Flosagjá,
því gagnvart hæð þessari er Flosahlaup yfir gjána og kemur þetta
heim við Njálu Cap: CXLIII, þar sem sagt er, að Flosi með aust-
fyrðingum hafi staðið norðan að dómum, sem háðir hafa verið i
minni hæðinni (|: þingbrekku |:), skamt norðar en Skaftabúð. …
25., Hafið þèr heyrt getið um Flosahlaup á lögbergi? Svar: Já; Flosa -
hlaup heyrði eg vera kallað austryfir Flosagjá, undan, mig minnir
neðan til undan Flosahæð, sem er nyrðst hæð á Lögbergi.57
Séra Einar gefur í skyn að auk Flosagjár og Snorrabúðar hafi örnefni
Njálsbúðar og Flosahlaups verið föst í sessi á Þingvöllum þegar
hann þjónaði sókninni. Svör hans varðandi sum önnur örnefni eru
loðnari og afhjúpa hugsanlega með hvaða hætti menningarlegt
minni er hér framkallað með spurningum fremur en varðveitt milli
kynslóða. Í niðurlagi bréfs síns skrifar séra Einar, allmæðulega:
Um þessi svör til spurninga yðar, sem eg sendi yður nú hèrmeð aptur,
með kortinu, er þeim fylgdi, hlýt eg að játa, að þau gèti ekki verið öðru-
vísi enn ófullkomin, frá mèr, sem hafði lítið við að styðjast til upp -
lýsíngar, í þau 6 ár, sem jèg var á Þingvöllum frá 1822 til 1828, og hefi
síðan verið fjarlægur staðnum í samfleytt 35 ár. Ekki gèt eg heldr vísað
til nokkurra nú lifandi manna, er áreiðanlegar upplýsingar gèti gèfið
um málefni þetta, sem hefr sætt jafn lángvinnu skeytingarleysi allra,
því jèg vissi öngvann, mér samtíða, vera hnýsinn um það.58
Af þessum orðum má álykta að Íslendingar hafi, fram undir 1830,
verið fremur skeytingarlausir um sögulegt mikilvægi Þingvalla sem
þingstaðar. Skýrslur séra Páls og séra Einars gefa þó til kynna að á
fyrstu áratugum nítjándu aldar hafi heimamenn í vaxandi mæli
farið að tengja vitnisburð íslenskra fornrita, einkum Njáls sögu, við
staðhætti í kringum Öxará, lesa saman sögur og landslag, rétt eins
hver skóp þingvelli …? 105
57 Matthías Þórðarson, „Fornleifar á Þingvelli“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
XXXVI (1921−1922), bls. 100−103.
58 Sama heimild, bls. 104.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 105