Saga - 2017, Blaðsíða 107
og menn höfðu gert um aldamótin 1700. Við þurfum aftur á móti að
beina augum okkar út til kaupmannahafnar til að greina hvernig sá
þjóðernislegi tónn sem sleginn var í skrifum Bretanna á öðrum ára-
tug aldarinnar bergmálaði í skrifum Íslendinga.
Skrif Baldvins Einarssonar
Árið 1829 hófu Baldvin Einarsson og Þorgeir Guðmundsson að gefa
út nýtt tímarit í kaupmannahöfn undir titlinum Ármann á alþingi eða
almennur fundur Íslendinga. Fjórir árgangar litu dagsins ljós og er
talið að áskrifendur hafi, þegar best lét, verið nálægt 500 manns,
flestir á Íslandi.59 Baldvin skrifaði meginhluta ritsins, vel yfir 1100
blaðsíður, og var því ekki að undra að útgáfan lognaðist út af við
sviplegt fráfall hans 1833.60 Sveinbjörn Rafnsson rifjar upp í grein
sinni að kunningsskapur hafi verið milli Baldvins og Finns Magnús -
sonar á þessum tíma og vísar til þess að í fyrsta árgangi tímaritsins
var endurprentaður allur Búnaðarbálkur Eggerts Ólafssonar (föður -
bróður Finns) og að í þriðja árgangi birtust kvæði eftir Finn sjálfan.61
Sveinbjörn segir þó ekki berum orðum að hugmyndir Finns um
Þingvelli hafi ráðið nafngift Ármanns á alþingi eða þeirri ákvörðun
Baldvins að sviðsetja mestallt efni tímaritsins sem samtal skáldaðra
persóna á Þingvöllum.
Meðal persóna sem Baldvin skapar í þessari hálfgerðu skáldsögu
eru Þjóðólfur bóndi úr Flóanum, Önundur þurrabúðarmaður af
Seltjarnarnesi og Sighvatur bóndi úr Skagafirði. Þeir eru fulltrúar
íslenskra lífsviðhorfa sem Baldvin telur dæmigerð fyrir samtíma
sinn: a) gamalla manna „sem halda vid sína gømlu sidi, en hafa
óbeit á nýúngum“; b) ungra manna, „er leitast vid ad semja sig eptir
háttum útlendra þjóda, en hafna øllum gømlum landssid, og ovirda
hann“ og loks c) þeirra sem taka það sem best er úr báðum hinum
flokkunum.62 Fjórða aðalpersóna tímaritsins er ónefndur aðkomu -
jón karl helgason106
59 Nanna Ólafsdóttir, Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans (Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1961), bls. 47.
60 Sama heimild, bls. 53.
61 Sveinbjörn Rafnsson, „Jónas Hallgrímsson og forn fræði minja“, bls. 165.
62 Baldvin Einarsson og Þorgeir Guðmundsson, „Formáli“, Ármann á alþingi 2
(1830), bls. iv.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 106