Saga - 2017, Page 108
maður sem þeir þremenningar telja hugsanlegt að sé Ármann sá
sem Ármannsfell er nefnt eftir en gæti þó allt eins verið, að þeirra
mati, „hann Snorri Godi, eda hann Njáll, eda kannské þad sé hann
Hallur á Sídu eða Sæmundur fródi, eda einhvørr af þessum køll -
um“ (hér verður þessi persóna nefnd Ármann).63 Hann er lítt dul -
búin málpípa höfundar og ráðandi í skoðanaskiptum þeirra félaga.
Í fyrsta sinn sem Ármann birtist setur hann til að mynda ofan í við
Önund fyrir að brúka dönskuslettur.64 Sveinbjörn Rafns son vísar í
eina af ræðum Ármanns í öðrum árgangi tímaritsins frá 1830, nærri
50 síðna samanburð á lífi fornmanna og Íslendinga nítjándu aldar,
þegar hann ræðir um hugsanleg áhrif Baldvins á kvæði Jónasar
Hall grímssonar. „Ræða þessi,“ skrifar Sveinbjörn „er í raun lykil -
texti til sögu rómantískrar þjóðernishyggju á Íslandi, hér má t.d.
lesa um „hjarta þjóðarinnar“ og að sjálfsögðu um „þjóðarandann“.“65
Áður en ræðan verður gaumgæfð er ástæða til að fara nokkrum
orðum um það hvernig Þingvöllum er lýst strax í um 30 síðna
„Sýnishorni“ sem er upptaktur að fyrsta árgangi Ármanns á alþingi.
Nútímamennirnir þrír hittast fyrir tilviljun á Hofmannaflöt norðan
Ármannsfells á Jónsmessunótt. Að tillögu Sighvats ákveða þeir að
ríða saman ofan að Öxará „og skoda þann stad, hvar Alþíng var
haldit; þat hefir mátt vera skémtiligt at koma á þann alþjódliga fund
í gamla daga“.66 Sighvatur útskýrir að þar komu á sinni tíð „árliga
øll landsins yfirvøld saman, og yfirvegudu þess efni og øll vanda-
mál; líka hefir þat hátídliga við þessa eldgømlu samkomu, vakit og
vidhaldit hjá almenníngi vyrdíngu fyrir landinu og þess løgum“.67
Sighvatur heldur áfram að skilgreina sögulegt mikilvægi staðarins
þegar þeir félagar koma að ánni:
hérna var Alþíng haldit fordum; hérna søgdu forfedr vorir løg og rétt;
hér hugleiddu þeir landsins efni, og skáru úr øllum vandamálum;
hérna vóru þau rád árliga tekin, sem horfdu til ad efla Þjódarinnar
hver skóp þingvelli …? 107
63 Baldvin Einarsson, Ármann á alþingi 1 (1829), bls. 210.
64 Baldvin Einarsson, „Sýnishorn“, Ármann á alþingi 1 (1829), bls. 8−9.
65 Sveinbjörn Rafnsson, „Jónas Hallgrímsson og forn fræði minja“, bls. 166 (nmgr.
22). Um þjóðernislega söguskoðun Baldvins Einarssonar sjá Ragnheiður
kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu“, Saga XXXIV (1996), bls.
146−153.
66 Baldvin Einarsson, „Sýnishorn“, bls. 3.
67 Sama heimild.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 107