Saga - 2017, Qupperneq 109
blómgvan og þroska; hér var kristni løgtekin fyrir rúmum átta hundr -
ud árum; hérna var líka lidsdráttr hafdr, þegar forfedr vorir ætludu at
rádast í einhvør stórvyrkin, og samtøk gjørd, þegar frelsi manna var
trodit undir fótum, eda þegar einstakra manna metordagyrnd, eigin-
gyrni, rádríki og heiptrækni sýndist at gánga úr hófi; þarna hafa búd-
irnar stadit, þarna var løgberg, þarna er Almannagjá, þat er nú allt sem
eptir er af þvi eldgamla, alþjódliga og hátídliga Alþíngi, sjálft þingit er
lidit undir lok og þjódarinnar gamli þeinkíngarháttr, sem Alþíng eink-
um hjálpadi til at vidhalda, fer líkliga sømu leidina. Þat vakna upp hjá
mér hatídligar tilfinníngar og harmr undireins, þegar eg renni huga
mínum til hinna fyrri tíma, þá Alþíng stód í blóma sínum, og þeirra
sem nú eru, á hvørjum þessi stadr er med øllu í eidi látinn.68
Þetta er líklega elsti birti textinn eftir Baldvin sem tjáir þá tregafullu
hugsun um Þingvelli — um það sem eitt sinn var en nú er horfið —
sem endurómar síðar í „Íslandi“ Jónasar. Þegar Ármann birtist á
þessu sögusviði verður hann holdgervingur þeirrar hugmyndar að
á Þingvöllum búi staðarandi (lat. genius loci). Önundur verður aftur
á móti lítt sannfærandi málsvari þess að Alþingi skuli endurreist í
Reykjavík („þar er madr nær tóbaki, brennivíni og kaffe“).69
Í meginkafla fyrsta árgangs tímaritsins hittast þeir fjórmenningar
í annað sinn á Lögbergi, ári eftir sinn fyrsta fund. Ármann byrjar á
að ræða aftur um dönskuskotið málfar Önundar sem rekja má til
þess að sá síðarnefndi býr í hinum hálfdanska höfuðstað Reykjavík.
Á eftir fylgja ríflega 200 síður sem eru meðal annars helgaðar um -
ræðum um uppeldismál, skattheimtu og trúarbrögð, auk þess sem
Búnaðarbálki Eggerts er skotið þarna inn í. Í lokin hverfur Ármann
ofan í Almannagjá en Þjóðólfur, Önundur og Sighvatur drekka sam-
an hestaskál. Þeir ákveða að hittast á sama stað og sama tíma að ári
og kyssast að skilnaði. Í öðrum árgangi tímaritsins er þriðji Þing -
valla fundurinn sviðsettur; nú slást margir fleiri Íslendingar í hóp
með þeim félögum og tjalda á völlunum, „því øllum þókti gaman
ad sjá Alþíng“.70 Daginn eftir flytur Ármann ræðuna sem Svein -
björn vísar til. Fyrst ræðir hann almennt um þingstaði Íslendinga en
víkur svo sérstaklega að þinghaldinu á Alþingi eins og því er lýst í
Íslendingasögum. Síðan segir Ármann:
jón karl helgason108
68 Sama heimild, bls. 5.
69 Sama heimild bls. 6.
70 Baldvin Einarsson, Ármann á alþingi 2 (1830), bls. 6.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 108