Saga - 2017, Side 111
þess ad vidhalda Þjódarandanum og styrkja hann“.73 Í öllum þess-
um efnum er enginn staður jafnóheppilegur og Reykjavík, fullyrðir
Ármann, og enginn jafnheppilegur og Þingvellir.74 Þetta álit rök -
styður hann lið fyrir lið og þótt Önundur andmæli ýmsu sem hann
segir fer ekki á milli mála hvaða ályktun Baldvin vill að lesendur
hans dragi. Um staðaranda Þingvalla hefur Ármann þetta að segja:
En þad sem mest mælir fram med þessum stad er þad, ad hid sídarsta
atridid sem ég ádan taldi ad þíngstadrinn ætti ad hafa, á svo vel heima
hjá hønum. Þér ímyndid ydr hann, talid um hann og skodid hann med
virdíngu, med lotníngu og med gledi; hann vekur í ydr endrminníngu
um manndómligar athafnir forfedra ydvarra gøfgra, um þeirra áhyggju
og lagkænsku og framkvæmd í landstjórn og opinberum málefnum. …
Þessi stadr glædir ydar fødrlandsást og tendrar ydar framkvæmdar-
anda og þjódaranda, þvíad hann vekr í ydr endrminníngu um allt þad,
sem þér álítid mikilvægt og tignarligt og heilagt, allt þad sem landinu
er eiginligt, allt þad sem mest hefir eflt þess gagn, og aukid mest þess
sóma.75
Til frekari staðfestingar á málflutningi sínum um Þingvelli brá
Baldvin á nokkrum stöðum upp lifandi myndum af þinggestum.
Þannig er komu þeirra til þingsins lýst í upphafi annars árgangs
tímaritsins: „Reikudu menn upp og ofan med Almannagjá, og tøl -
udu um afreksverk forfedranna, og røggsemi þeirra og viturleik og
trygd, og alla þá tilburdi, sem ordid høfdu á Alþíngi frá fornum tíd-
um.“76 Á lokasíðum sama árgangs, þegar Ármann hefur lokið máli
sínu og horfið „eitthvad útí buskann úr augsýn manna“, er einnig
jón karl helgason110
73 Baldvin Einarsson, Ármann á alþingi 4 (1832), bls. 52.
74 Í þessu sambandi má einnig rifja upp ritling eftir Baldvin Einarsson á dönsku
þar sem var lögð áhersla á hvað gamli þingstaðurinn hefði til brunns að bera.
„Reykjavík ber ekkert þjóðlegt mark, miklu fremur er hún í litlu áliti hjá
þjóðinni, því að menn telja hana það höfuðból, hvaðan stafar að minnsta kosti
spilling tungunnar ásamt öðrum skyldum áhrifum.“ En við Öxará, bætir
Baldvin við „eru tengdar minningar um allt það, sem þjóðin hefur talið stór-
fenglegt, göfugt og heilagt, allt, sem hún hefur elskað.“ Baldvin Einarsson, Om
de danske Provindsialstænder med specielt Hensyn paa Island (kaupmannahöfn:
Reitzel 1832), bls. 39. Hér er vitnað í Sverri kristjánsson, „Íslenzk stjórnmála-
hugsun og Jón Sigurðsson“, í Jón Sigurðsson, Hugvekja til Íslendinga. Úrval úr
ritum og ræðum Jóns Sigurðssonar til loka þjóðfundar. Ritstj. Jakob Benediktsson
(Reykjavík: Mál og menning 1951), bls. xvii.
75 Baldvin Einarsson, Ármann á alþingi 4 (1832), bls. 58−59.
76 Baldvin Einarsson, Ármann á alþingi 2 (1830), bls. 7.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 110