Saga - 2017, Qupperneq 113
Niðurlag
Í þessari grein hefur athyglin beinst að þróun Þingvalla sem sögu legs
minnismerkis á síðustu áratugum átjándu aldar og fyrstu áratugum
þeirrar nítjándu. Tekið hefur verið undir þá kenningu Sveinbjörns
Rafnssonar að skrif Finns Magnússonar og Baldvins Einarssonar hafi
lagt grunn að þeirri mynd Þingvalla sem birtist í ljóðum Jónasar
Hallgrímssonar. Auk kvæðanna „Ísland“ og „Fjallið Skjaldbreiður“,
sem þegar hafa verið reifuð, má nefna „Til herra Páls Gaimard“
(1839) og „Leiðarljóð til herra Jóns Sigurðssonar alþingismanns“
(1845). Í þeim báðum harmar Jónas að autt sé „enn að mönnum /
alþingi“, svo vitnað sé í síðarnefnda kvæðið.82 Hér er einnig sjálfsagt
að minna á inngang Tómasar Sæmundssonar að fyrsta árgangi
Fjölnis frá 1835 sem kallast bæði á við kvæðið „Ísland“ og skrif
Baldvins Einarssonar í Ármanni á alþingi:
Feður vorir fundu sèr mart til skemtunar að stytta með skammdegið,
og meðan Þormóður orti mansaungva til kolbrúnar, lögðu aðrir leíka
um hèröð, og safnaðist þartil múgur og margmenni, konur sem kallar;
og þó stundum gránaði gamanið, höfðu þeír þó þann árángur, að þeír
fengu mönnum umtalsefni og viðkynníngar, og vörnuðu að þróttur
manna sljófgaðist af svefni og ómensku. Þeír og þíngin, og eínkum
sjálft alþíng, lífguðu og varðveíttu anda þjóðarinnar. … Þá er enn eítt,
sem ekki ætti að gleýma, því það lýsir atorku Íslendínga, og er þeím
sem nú lifa sèrílagi eptirtektavert. Í fornöld fluttu menn sjálfir, á sínum
skipum, vörur sínar utan til ímissra landa, og tóku í staðinn ímislegt sèr
til gagns og gamans. Þessvegna lenti allur ágóði verzlunarinnar þar
sem hann átti að lenda, inní landinu sjálfu, af því hvurki vantadi þrek
nè vilja til að vinna fyrir honum.83
Höfuðmarkmið greinarinnar er aftur á móti að vekja athygli á van-
metnum þætti erlendra ferðabókahöfunda í þessari umræðu.84 Lík -
jón karl helgason112
82 Jónas Hallgrímsson, „Leiðarljóð til herra Jóns Sigurðssonar alþingismanns“,
Ljóð og lausamál I, bls. 249.
83 „Fjölnir“, Fjölnir 1 (1835), bls. 1−3. Sjá enn fremur grein sem Tómas Sæmunds -
son skrifaði um endurreisn Alþingis en birtist að honum látnum: Tómas
Sæmundsson, „Alþíng“, Þrjár ritgjörðir (kaupmannahöfn: 17 Íslendíngar 1841),
bls. 73−106.
84 Í þessu efni sæki ég innblástur í doktorsritgerð kims Simonsen, Literature,
Imagining and Memory in the Formation of a Nation: Travel writing, canonisation
and the formation of a national self-image in the Faroe Islands (Hróarskeldu:
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 112