Saga - 2017, Page 114
ur benda til að bæði Finnur og Baldvin hafi í skrifum sínum verið
undir áhrifum af þeim rómantísku hugmyndum um sögulegt og til-
finningalegt gildi Þingvalla sem birtast upphaflega í ferðabókum
Mackenzies og Hendersons. Það er ekki þar með sagt að Bretarnir
hafi upp á sitt einsdæmi skapað Þingvelli sem sögulegt minnis -
merki. Skrif þeirra eru ávöxtur af margháttuðum beinum og óbein-
um samskiptum við heimamenn. Ástæða væri að rekja rætur við -
komandi hugmynda í fleiri áttir en hér er gert, svo sem til skrifa
danskra áhugamanna um íslenskar fornsögur og landslag. Á það
hefur verið bent að „Ísland“ Jónasar er að nokkru leyti umritun á
kvæði skáldsins Adams Oehlenschläger „Island“ sem birtist upp-
haflega í kvæðabók hans Poetiske skrifter (1805) og síðar í styttri
útgáfu í Samlede Digte (1823).85 Með líkum hætti væri forvitnilegt að
bera Ármann á alþingi saman við ýmis dönsk tímarit frá fyrstu ára-
tugum nítjándu aldar, til að mynda Danne-Virke (1816−1819) sem
N. F. S. Grundtvig gaf út. Titill tímaritsins vísar til fornra virkis-
veggja á landamærasvæðinu á Suður-Jótlandi (Slésvík-Holstein)
sem teljast meðal viðamestu fornminja Norðurlanda. Grundtvig átti
stóran þátt í því að Danavirki varð sögulegt minnismerki, líkt og
segja má um Baldvin í tilviki Þingvalla.86
Bresku og dönsku höfundarnir voru vitanlega undir áhrifum frá
útbreiddum evrópskum hugmyndum um þjóðerni og sögulegt gildi
tiltekinni staða.87 Það kann einnig að hafa haft sín áhrif að á tíma-
hver skóp þingvelli …? 113
Roskilde University 2012). Simonsen er sjálfur undir áhrifum frá hugmyndum
Joeps Leerssen um menningarlega þjóðernisstefnu og skrifum Michaels
Harbsmeier um mikilvægi ferðabóka fyrir sjálfsmyndarsköpun hópa og þjóða.
Sjá m.a. Joep Leerssen, „Þjóðernisstefna og ræktun menningar“, þýð. María
Bjarkardóttir, Ritið 8:1 (2008), bls. 189−214; Michael Harbsmeier, „Other Worlds
and the Self in 17th-Century German Travel Accounts“, í Von der dargestellten
Person zum erinnerten Ich: Europäische Selbstzeugnisse als historische Quellen
(1500−1800). Ritstj. kaspar von Greyerz, Hans Medick og Patric Veit.
Selbstzeugnisse der Neuzeit 9 (köln: UTB für Wissenschaft Uni-taschenbücher
GmbH 2001), bls. 35−54.
85 Matthías Þórðarson benti fyrstur manna á þessi tengsl ljóðanna en Sveinn
yngvi Egilsson hefur tekið samband þeirra til ítarlegrar umfjöllunar. Sjá m.a.
Sveinn yngvi Egilsson, Arfur og umbylting, bls. 342−346.
86 Sjá Inge Adriansen, Nationale symboler i det Danske Rige, 1830−2000 II (kaup -
mannahöfn: Museum Tusculanums Forlag 2003), bls. 195.
87 Um það efni sjá m.a. The Cultural Reconstruction of Places. Ritstj. Ástráður
Eysteinsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2006).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 113