Saga - 2017, Page 115
bilinu 1807 til 1814 háðu Danir og Englendingar blóðugt stríð sín á
milli. Byltingartilraun Jörundar hundadagakonungs miðaði að því
að frelsa Íslendinga undan dönskum yfirráðum og koma þeim
undir bresku krúnuna. Þótt stjórnvöld í London væru, þegar til átti
að taka, ekki með á nótunum er eins og greina megi bergmál þessa
byltingarsumars í eftirfarandi setningu Mackenzies:
Hinn árvissi fundur á Þingvöllum var ekki bara dómþing heldur sam-
kunda þjóðarinnar; og þó að dregið hefði úr mikilvægi þessa þings og
virðing þess beðið hnekki, vegna þess að eyjan var undir oki erlends valds, þá
hlýtur hugur Íslendingsins, á þeim stað þar sem glæstustu forfeður
hans höfðu iðulega komið, að hafa fyllst eldmóði og þjóðarstolti.88
Sama undirtexta má greina í eftirfarandi setningu Hender sons: „Og
þó að þeir væru á hinum síðari öldum þingsins undir erlent konungs-
vald gefnir, þá hafði veldissprotanum verið haldið yfir þeim af svo
mikilli mildi, að þeir gátu ekki fundið til þess, að hag þeirra hefði
hnignað af þeim sökum.“89 Anna Agnarsdóttir, sem hefur vakið
athygli á ummælum af þessu tagi í skrifum Banks, Mac kenzies og
Hookers, spyr hvort hugsanlegt sé að heimsóknir og ferðabækur
Bretanna hafi sáð fræjum þeirrar andúðar á Dönum sem varð „svo
nauðsynlegt og beitt vopn í sjálfstæðisbaráttunni á síðari hluta nítj-
ándu aldar“.90
Það er, með öðrum orðum, ekki til einfalt svar við því hver skóp
Þingvelli sem sögulegt minnismerki. Frá einu sjónarhorni átti Ólafur
Stephensen stiftamtmaður ríkan þátt í því þegar hann hlutaðist til
um að þingið yrði flutt þaðan til Reykjavíkur laust fyrir aldamótin
1800. Frá öðru sjónarhorni virðist Sigurður lögmaður Björnsson, sem
flestir telja að hafi sett saman „Alþingis Catastasis“ um aldamótin
1700, vera sökudólgurinn.91 Reyndar er athyglisvert að flestar þær
jón karl helgason114
88 George Steuart Mackenzie, Travels in the Island of Iceland, bls. 317–318 (mín ská-
letrun, sjá enn fremur nmgr. 40).
89 Ebenezer Henderson, Ferðabók, bls. 335 (mín skáletrun).
90 Sjá Anna Agnarsdóttir, „In Search of „A Distinct and Peculiar Race of People“:
The Mackenzie Expedition to Iceland, 1810“, í Global Encounters, European Iden -
tities. Ritstj. Mary N. Harris, ásamt Önnu Agnarsdóttur og Csaba Lévai (Pisa:
Editizioni Plus, Pisa University Press 2010), bls. 235−246, bls. 243 (mín þýðing).
91 Hér má minna á að sumar þær þjóðernislegu hugmyndir sem birtast skýrt í
skrifum Baldvins Einarssonar og Jónasar Hallgrímssonar áttu sér alllanga for-
sögu hér á landi. Sjá m.a. Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru Íslend -
ingar á miðöldum?“, Skírnir 173 (vor 1999), bls. 111−140; Gunnar karlsson,
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 114