Saga - 2017, Side 122
Gildandi skilnaðarlög í Danaveldi á átjándu öld
Á átjándu öld voru í gildi hér á landi skilnaðarákvæði hjónabands-
greina Friðriks II. Danakonungs sem lögfest voru í kjölfar siðaskipta
á sextándu öld.8 Samkvæmt þeim réttlættu þrjár ástæður algjöran
hjónaskilnað: hór (framhjáhald), brotthlaup maka af heimilinu og
getuleysi maka til samfara eða getnaðar (þ.e. ófrjósemi).9 Hjóna -
skilnaðarmál voru tekin til meðferðar á prestastefnum, sem voru
dómstólar kirkjunnar og höfðu dómsvald í hjúskaparmálum. Sá
aðili sem krafðist skilnaðar þurfti að sanna sekt makans fyrir dóm-
stólum. Eftir skilnaðardóm mátti kærandinn giftast aftur en sá seki
þurfti að sækja um leyfi til konungs. kynin höfðu jafnan aðgang að
skilnaði og af sömu ástæðum.10 Þeirri stefnu sem mörkuð var með
lögleiðingu hjónabandsgreina Friðriks II. Danakonungs, um að mis-
muna ekki kynjunum hvað varðar aðgengi að skilnaði eða ástæðu
skilnaðar, var viðhaldið í tilskipunum og lagaboðum sem lögðu
grunn að danska leyfisveitingakerfinu um úrlausn skilnaðarmála
skömmu fyrir aldamótin 1800.
Í hjónabandsgreinum Friðriks II. voru ekki ákvæði um skilnað
að borði og sæng, en frá lokum sautjándu aldar tóku dönsk stjórn-
völd að veita undanþágu frá sambúðarskyldu hjóna og gefa út leyfi
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 121
8 Lovsamling for Island I, bls. 113–124 („Ordinants, hvorledes udi Ægteskabssager
paa Island dömmes skal“, 2. júní 1587). Hjónabandsgreinar Friðriks II. voru
teknar upp óbreyttar í Dönsku lög árið 1683 og Norsku lög kristjáns V. árið
1687, 3. bók. 8. kafli, gr. 15–16, d. 393– 401. Kong Christians þess fimta Norsku løg
a islensku utløgd (Hrappsey: [Án útg.] 1779); Ditlev Tamm og Jens Ulf Jørgen -
sen, Dansk retshistorie i hovedpunkter fra Landskabslovene til Örsted I. Kilder til
dansk retshistorie (kaupmannahöfn: Universitetsforlaget 1973), bls. 86.
9 Lovsamling for Island I, bls. 113–124. Ýmis önnur tilfelli gátu einnig verið for-
senda skilnaðar, t.d. að maki hefði verið dæmdur fyrir refsivert athæfi eða
smitaður af holdsveiki fyrir giftingu og leynt því. Varðandi ákvæði um getu -
leysi sem forsendu skilnaðar telur danski lagaprófessorinn Viggo Bentzon að
það eigi bæði við um getuleysi til kynmaka og barnagetnaðar, þ.e.a.s. ófrjó -
semi, sjá: Den danske familieret. Paa grundlag af J. H. Deuntzers familieret; 2. útg.
(kaup mannahöfn: G.E.C. Gad forlag 1916), bls. 215–216. Þetta kemur skýrt
fram í tilskipun um embættisverk landlæknis árið 1787 þar sem hann á að sjá
um rannsóknir vegna ákvarðana í hjónabandsmálum er varða ófrjósemi eða
sambærileg álitamál. Sjá Lovsamling for Island V, bls. 497 („Instruction for
Landphysikus i Island, 21. september 1787“).
10 Lovsamling for Island I, bls. 113–124; Guðs dýrð og sálnanna velferð, bls. 27–28, 47–
50.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 121