Saga - 2017, Síða 123
til skilnaðar að borði og sæng án lagastoðar. Með því var komið til
móts við hjón eða maka sem vildu slíta sambúð vegna ýmissa erfið -
leika eða óviðunandi aðstæðna í hjónabandi, t.d. ósamlyndis, drykkju
eða ofbeldis. Á árabilinu 1770–1790 voru dæmi um að konungur
veitti undanþágu frá gildandi lögum með því að gefa leyfi til algjörs
skilnaðar vegna holdsveiki og geðveiki maka.11 Rannsókn Johannes
Nellemans, lagaprófessors og dómsmálaráðherra Dana á árunum
1875–1896, á umfangi leyfisveitinga konungs til skilnaða frá því um
miðbik sautjándu aldar til ársloka 1880 leiddi í ljós að leyfi til skiln -
aða að borði og sæng, sem gefin höfðu verið út í einstaka tilvikum
á sautjándu öld, fór fjölgandi eftir miðja átjándu öld. Skilnaður að
borði og sæng var veittur í flestum tilvikum án samþykkis maka en
til að fá leyfið þurfti beiðandi að láta fylgja með skýringu og stað -
festingu viðkomandi yfirvalds á ástandinu í hjónabandinu. Rann -
sókn Nellemans sýndi einnig að meirihluti beiðna um skilnað að
borði og sæng var frá konum og þá aðallega vegna vanrækslu maka
á framfærslu fjölskyldunnar og drykkjuskapar, eyðslusemi og
ofbeldisfullrar hegðunar.12
Sú niðurstaða Nellemans að konur hafi á þessum tíma verið
virkir gerendur í skilnaðarmálum er í samræmi við síðari tíma rann-
sóknir á skilnuðum í Danmörku og Noregi.13 könnun Elsu Hart -
manns dóttur á hjónaskilnuðum sem komu til úrlausnar við kirkju-
dómstóla á sautjándu og fram undir miðja átjándu öld leiðir í ljós að
konur höfðu oftar frumkvæði að skilnuðum eða í 76% tilvika.14
Athugun mín á frumkvæði kynjanna í skilnaðarmálum sem komu
til úrlausnar við dómstóla og í gegnum leyfisveitingakerfi Dana -
konungs hér á landi á árabilinu 1873–1926 sýnir að konur áttu tölu-
vert oftar frumkvæði að skilnaði, eða 307 konur (42%) á móti 181
karli (25%). Skilnaðarbeiðnir að ósk beggja hjónanna voru 235
(32%).15 Hólmfríður Jónsdóttir, sem fjallað er um í þessari grein, var
brynja björnsdóttir122
11 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 5–7, 38–40, 66–69.
12 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 53–59. Í tilvikum þar
sem karlar sóttu um skilnað að borði og sæng var það helst vegna drykkju semi
eiginkonunnar, vanrækslu á heimilishaldi eða óreglulegs lífernis.
13 Hanne Marie Johansen, Separasjoner og skilsmisse i Norge 1536–1909, bls. 227–
228; Gerda Bonderup, „Skilsmisser i Århus 1645–1900“, bls. 499, 509.
14 Lbs.-Hbs. Elsa Hartmannsdóttir, „Dæmt sundurslitið“, bls. 1–2, 40–45.
15 Lbs.-Hbs. Brynja Björnsdóttir, „Ég vil heldur skilja við þann sem ég elska heldur
en að lifa í ósamlyndi alla ævi“, bls. 96. Upplýsingar um frumkvæði að skilnaði
vantaði í nokkrum málum.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 122