Saga - 2017, Side 125
Í opinberum heimildum er Þor steinn titlaður stúd ent og umboðs -
maður yfir Reykjadalsjörðum og þegar hann flutti að Helgastöðum
hafði hann fest kaup á jörðum í Reykjadal og Flatey í S-Þing eyjar -
sýslu.21
Sambúð Þorsteins og Hólmfríðar var ekki langlíf og virðist sem
fljótlega hafi komið brestir í sambandið. Þau giftust einhvern tíma
árið 1779 og eignuðust barn, soninn Jón, í febrúar árið 1781.22 Ný-
giftu hjónin bjuggu á Helgastöðum, hjá foreldrum Hólmfríðar. Í
byrjun árs 1781 var heimilislífið á prestsetrinu orðið það erfitt að Jón
faðir Hólmfríðar flúði heimilið og leitaði til sóknarmanna um að
hjálpa sér, konu sinni og dóttur undan „ófriðar yfirgangi Þor -
steins“.23 Mánuði síðar fyrirskipaði Jón Teitsson Hólabiskup að
framkvæma rannsókn á hjónasambúð Þorsteins og Hólmfríðar.24
Þann 3. maí 1781 var hjúskaparmál þeirra tekið til meðferðar á
héraðsprestastefnu sem haldin var á Helgastöðum. Að sögn heimilis -
fólksins hafði ófriðarástand skapast á heimilinu í kjölfar þess að
Þorsteinn eignaði sér hvalbeitu sem tengdaforeldrar hans áttu. Ekki
hafi tekist að ná sáttum vegna stífni Þorsteins. Hólmfríður sagði
mann sinn hafa sýnt sér „tyrannaleg“ atlot og hún vildi frekar „á
hnjánum skríða út og suður“ en að búa með honum. Hann hafi grætt
sig á annan dag jóla og hún hafi litla næringu fengið þegar hún lá á
barnssæng. Samkvæmt framburði heimilisfólks á Helga stöðum hafði
Þorsteinn beitt konu sína harðræði, misboðið henni í orði og verki og
kallað hana óhræsi og þjóf. Þegar tengdamóðir hans tók svari dóttur
sinnar hafði hann sparkað í hana og hártogað og eitt sinn „stjakað“
við tengdaföður sínum. Einnig kemur fram að Þor steinn hafi beðið
Hólmfríði að flytja með sér frá Helgastöðum en hún hafi ekki verið
fáanleg til þess. Hann bauðst til að lifa og búa „skikkanlega“ með
konu sinni annars staðar en hjá foreldrum hennar.25
Ofbeldi í hjónabandi var ekki viðurkennd ástæða til skilnaðar,
samkvæmt hjónabandsgreinum Friðriks II., og af þeim sökum hafði
brynja björnsdóttir124
21 Alþingisbækur Íslands XV, bls. 534, XVI, bls. 132–136, 165.
22 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Uppkast að svarbréfi nr. 6, 24. júní 1791, „om et
Ægteskabs aldeles Ophævelse“; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls.
323.
23 ÞÍ. Biskupsskjalasafn BIV/6. Prestastefnubók Hólabiskupsdæmis 1717–1795.
24 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna, 66. bindi, bls. 5.
25 ÞÍ. Biskupsskjalasafn BIV/6. Prestastefnubók Hólabiskupsdæmis 1717–1795;
Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna 66. bindi, bls. 5.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 124