Saga - 2017, Side 128
konungur þyrfti að koma að málum.35 Um bónarbréf til konungs
gilti sú regla að bréfin skyldu áður vera yfirfarin af viðkomandi yfir-
valdi, amtmanni eða stiftamtmanni, sem skoðaði eðli beiðninnar og
gæfi með henni umsögn áður en erindið væri sent til danska kan-
sellísins í kaupmannahöfn.36
Sagnfræðingarnir Harald Gustafsson, Ragnheiður Mósesdóttir
og Michael Bregnsbo hafa kannað bónarbréf frá Íslandi á átjándu
öld sem skráð eru í supplikkprótokolla danska kansellísins. Rann -
sóknir þeirra ná yfir bónarbréf frá tilteknum árum eða tímabilum,
flokkuð eftir því hvaðan þau koma, þ.e. frá almenningi eða emb -
ættis mönnum, og eftir innihaldi bréfanna.37 Samkvæmt könnun
Har alds Gustafsson á 151 bónarbréfi frá árunum 1755, 1765, 1771 og
1775 var um helmingurinn frá almúgafólki og flest þeirra vörðuðu
hjónabands- og erfðamál.38 Ragnheiður Mósesdóttir skoðaði bónar-
bréf sem bárust frá Íslendingum (alls 93) á árabilinu 1771–1773.
Reyndist rúmlega helmingur þeirra (58%) vera frá almúgafólki og
eins og hjá Gustafsson voru þau flest vegna hjónabands- og erfða -
mála (46%).39 Niðurstöður Haralds Gustafssons og Ragnheiðar
Mósesdóttur eru í samræmi við rannsókn Michaels Bregnsbo á
flokkun og skiptingu innsendra bónarbréfa til konungs frá þegnum
hans í öllu Danaveldi. Hann kannaði bónarbréf frá árunum 1705,
1715, 1735, 1755, 1785 og 1795. Auk búsetu, stéttarstöðu og erindis
beiðanda skoðaði hann kynjahlutfall sendenda bréfanna. Í byrjun
átjándu aldar voru um 10% af innsendum bónarbréfum frá konum,
en þeim fjölgaði er leið á öldina og eftir miðja átjándu öld var hlut-
fallið komið í 20%.40
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 127
35 Ragnheiður Mósesdóttir „„Forbliver ved lands lov og ret“. Svipmyndir úr lífi
Íslendinga á 18. öld, dregnar af bónarbréfum þeirra til konungs“, Kvennaslóðir:
Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi (Reykjavík: kvennasögusafn
Íslands 2001), bls. 240–241.
36 Michael Bregnsbo, Folk skriver til kongen, bls. 33.
37 Steinar Supphellen, „Supplikken som institusjon i norsk historie“, Historisk
tidsskrift, 57:2 (1978); kari Helgesen, „Supplikken som kvinnehistorisk kilde“,
Historisk tidsskrift 61:3 (1982); Harald Gustafsson, „Islands administration på
1700-talet“, Administration i Norden på 1700-talet (Oslo: Universitetsforlaget
1985); Ragnheiður Mósesdóttir, „Forbliver ved lands lov og ret“; Michael
Bregnsbo, Folk skriver til kongen.
38 Harald Gustafsson, „Islands administration på 1700-talet“, bls. 168–169.
39 Ragnheiður Mósesdóttir, „Forbliver ved lands lov og ret“, bls. 243–249.
40 Michel Bregnsbo, Folk skriver til kongen, bls. 15–16, 104–105.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 127