Saga - 2017, Page 130
hans í lögfræðilegum efnum, og lögspekinga í Hæstarétti Dan merk ur,
kveðið upp úrskurð um að tvennum hjónum skyldi veitt leyfi til
algjörs skilnaðar og til að giftast aftur. Hjónin höfðu nokkrum árum
áður fengið skilnað að borði og sæng vegna ósamlyndis í hjóna-
bandinu. Sambærilegt leyfi hafði ekki verið gefið út áður og var
þarna um að ræða tímamótaúrskurð sem átti eftir að hafa fordæmis -
gildi við úrlausn samskonar skilnaðarbeiðna, sem eftirleiðis bárust
til konungs.
Í málsmeðferð fyrrgreindra skilnaðarmála gætir áhrifa frá helstu
hugmyndastefnum þess tíma, veraldlegs náttúruréttar og upplýs -
ingarinnar. Leitað var álits löglærðra manna en ekki guðfræðipró-
fessora við kaupmannahafnarháskóla, eins og áður hafði tíðkast,
auk þess sem vísað var í nýleg lögfræðirit um náttúrurétt.46 Í rök -
stuðningi fyrir veitingu skilnaðarleyfanna var sjónum beint að ham-
ingju einstaklingsins í hjónabandinu og bent á að ef einstaklingur
væri þvingaður til að vera í slæmu hjónabandi hefði það í för með
sér vanlíðan. Mögulegur skilnaður vegna ósamlyndis væri bæði
gagn legur fyrir viðkomandi hjón og fyrir ríkið. Skilnaður og leyfi til
að giftast aftur fæli í sér möguleika á fæðingu barna í nýju og ham-
ingjusamara hjónabandi og það væri mikilvægt fyrir ríkið. Sam -
kvæmt hugmyndafræði merkantílisma var fólksfjöldinn helsta auð -
lind hvers ríkis.47
Í kjölfar úrskurðarins, á árunum 1796–1811, voru gefnar út til-
skipanir og lagaboð sem lögðu grunn að framkvæmd danska leyfis -
veitingakerfisins í skilnaðarmálum. Samhliða hefðbundinni dóm-
stólaleið gátu þegnar Danakonungs fengið skilnað í gegnum leyfis-
veitingakerfið án lögmætrar ástæðu. Frjálslynt viðhorf danskra
stjórnvalda til hjónaskilnaða, sem átti eftir að einkenna leyfisveit-
ingakerfi konungs, var einkum fólgið í því að leyfa hjónum, sem af
ýmsum ástæðum treystu sér ekki eða vildu ekki halda áfram hjóna-
sambúð, að fá lögformlegan skilnað með undanþágum frá gildandi
lögum.48 Michael Bregnsbo hefur bent á að bónar- og kvörtunarbréf
til konungs hafi — auk þess að vera bein boðleið almennings til kon-
ungs — verið upplýsingaveita til konungs um þarfir og óskir þegna
ríkisins. Slíkum upplýsingum hafi verið hægt að beita sem vopni, af
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 129
46 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 24–25, 63–65, 80–84.
47 Hanne Marie Johansen, Separasjon og skilsmisse i Norge 1536–1909, bls. 152–153.
48 F.T.I. Gram, Forelæsningar over den danske familieret (kaupmannahöfn: Eibe
forlag 1868), bls. 191–195; Viggo Bentzon, Den danske familieret, bls. 253–259.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 129