Saga - 2017, Qupperneq 131
hálfu þeirra sem vildu koma af stað umbótum í anda upplýsingar,
og hafa áhrif á samningu og útgáfu tilskipana og lagaboða stjórn-
valda.49 Bónarbréf hjóna til konungs um skilnaðarleyfi vegna ósam-
lyndis eða annara ástæðna, sem lög gerðu ekki ráð fyrir, hafa sam-
kvæmt kenningu Bregnsbo opnað augu stjórnvalda fyrir því að þörf
væri á úrbótum til að auðvelda hjónum að losna úr óhamingjusömu
hjónabandi. Greiðari aðgangur að skilnaði í gegnum leyfisveitinga-
kerfi Danakonungs var meðal margra samfélagsumbóta sem hrundið
var í framkvæmd í anda upplýsingarstefnunnar um aldamótin 1800,
í stjórnartíð Friðriks krónprins og Colbjørnsens.50
Almannavilji, hamingja þegnanna og hagur ríkisins var hafður
að leiðarljósi við þessar umbætur og má þar t.d. nefna skipan sátta-
nefnda, árið 1795, sem stofnaðar voru í þeim tilgangi að draga úr
kostnaði og tímafrekum málaferlum fyrir almenning51 en var einnig
ætlað að vera til hagsbóta fyrir stjórnvöld ef hægt væri að ná sáttum
milli deiluaðila og létta þar með álagi af dómskerfinu.52 Jafnframt
voru, með tilskipun árið 1800, greiðslur fyrir leyfisbréf ýmist lækk -
aðar eða afnumdar og embættismenn (stiftamtmenn og amtmenn) í
héraði fengu valdheimildir til að afgreiða ýmis bónarbréf til kon-
ungs, til að mynda leyfi til skilnaðar að borði og sæng, sem áður
þurfti að senda til skrifstofu kansellísins í Danmörku.53
Afgreiðsla bónarbréfa mægðnanna í danska kansellíinu
Af tiltækum heimildum að dæma virðist sem Þorsteinn hafi enga
aðkomu átt að skilnaðinum eftir prestastefnuna. Hvergi er nefnt
hvort hann hafi verið samþykkur eða mótfallinn skilnaði. Þann 23.
október 1781 var bónarbréf Hólmfríðar um skilnað að borði og sæng
(mynd 1) tekið til umfjöllunar í kansellíinu. Leyfið var veitt og út -
brynja björnsdóttir130
49 Michael Bregnsbo, Folk skriver til kongen, bls. 21, 27, 29–30.
50 Lýður Björnsson, „18. öldin“, bls. 6–7, 12–15.
51 Lovsamling for Island VI, bls. 209–210, 213–214 („Forordning ang. Forligelses
Commissioners Stiftelse i Danmark, samt kjöbstedene i Norge, 10. júlí 1795“).
52 Eva Österberg, Malin Lennartsson og Hans Eyvind Næss, „Social control out-
side or combined with the secular judicial arena“. People meet the Law: Control
and Conflict-handling in the Courts. The Nordic Countries in the Post-Reformation
and Pre-Industrial Period. Ritstj. Eva Österberg og Sölvi Sogner (Osló: Uni -
versitets forlaget 2000), bls. 245.
53 Lovsamling for Island VI, bls. 434–438 („Forordning ang. Udfærdingen af
Bevillinger og Dispensationer, 23. maí 1800“).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 130