Saga - 2017, Blaðsíða 133
kansellísins varð bónarbréf Margrétar um skilnaðarleyfi Hólmfríðar
(ritað 1790) fyrst að komast í hendur amtmanns eða stiftamtmanns
hér á landi, sem skyldi skoða eðli beiðninnar og gefa umsögn áður
en erindið yrði sent áfram til kaupmannahafnar.56 Þegar Margét
ritaði bónarbréfið var hún stödd á Eyrarbakka í Árnessýslu og fór
með erindi sitt til Thomasar Meldals, amtmanns á Bessastöðum. En
það voru fleiri embættismenn sem höfðu aðkomu að málinu og dag-
setningar á bréfum og fylgiskjölum (tafla 1), sem urðu til í tengslum
við þetta skilnaðarmál, benda til þess að erindið hafi verið sent fyrst
(eða um svipað leyti) til Guðmundar ketilssonar, sýslumanns í
Mýra sýslu, og kristjáns Jóhannssonar, prófasts í sömu sýslu, bróður
Margrétar. Einnig var leitað til Hannesar Finsens, biskups í Skál -
holti. Allir gáfu þeir Hólmfríði góða umsögn og segir Hannes biskup
í umsögn sinni að hegðun Hólmfríðar sé heiðvirð og kristileg og að
hann mæli með að beiðni hennar njóti velþóknunar kon ungs.57
En hver skyldi hafa verið ástæðan fyrir því að móðirin skrifaði
bónarbréf fyrir hönd Hólmfríðar en ekki hún sjálf, sem eins og
móðirin var dugmikil og áræðin kona og hafði um áratug áður sent
bónarbréf til konungs til að losna úr óviðunandi hjónabandi og
annað bréf árið eftir að hún fékk umbeðið skilnaðarleyfi? Það verður
að teljast harla ólíklegt að Margrét hafi sótt um skilnað fyrir hönd
dóttur sinnar án hennar vitundar og samþykkis. Líklega hefur Hólm -
fríður séð um að fá fyrrnefnd vottorð frá sýslumanni og prófasti í
Mýrasýslu, heimasýslu hennar, og sent þau til móður sinnar. Efna -
hagslegar aðstæður gætu hafa ráðið því að Margrét sá um að skrifa
og senda bónarbréfið og fylgiskjöl til amtmannsins yfir suður amti.
Eins og Hólmfríður greinir frá í bréfi frá 1791 þurfti hún að vinna
fyrir sér, eins og aðrar fátækar stúlkur, og bjó við bág kjör.58 Í tiltæk-
um sóknarmannatölum var hún skráð vinnuhjú og barnfóstra.59 Því
brynja björnsdóttir132
56 Michael Bregnsbo, Folk skriver til kongen, bls. 33; ÞÍ. Danska kansellí kA/45.
Uppkast að svarbréfi nr. 6, 24. júni 1791 „om et Ægteskabs aldeles Ophæ velse“.
57 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Copia af vitnisburði G. ketilssonar sýslumanns í
Mýrasýslu, Svignaskarði 2. desember 1790; Copia af vitnisburði kristjáns
Jóhannssonar prófasts í Mýrasýslu, Stafholti 3. desember 1790; Allerunder -
danisk Erklæring Hannesar Finssonar biskups í Skálholti 7. janúar 1791.
58 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Bónarbréf Hólmfríðar ritað í Mýrasýslu þann 17.
júni 1792 „Til kongen!“ samið af Guðmundi ketilssyni sýslumanni í Mýra -
sýslu (D 3184).
59 ÞÍ. kirknasafn. Stafholt í Stafholtstungum BC/0001. Sálnaregistur 1784–1816;
Húsavík Tjörnesi BC/0001. Sálnaregistur 1785–1815.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 132