Saga - 2017, Page 138
man vísar til, sé leyfi Hólmfríðar og að þann 17. júní hafi málið verið
lagt fyrir Friðrik krónprins til undirritunar, en á þessum tíma þurftu
slík leyfi persónulega undirritun konungs áður en þau voru gefin
út.70 Skjöl um skilnað Hólmfríðar, sem varðveitt eru í Ríkis skjala -
safni Danmerkur, staðfesta það. Í skjalasafni kansellísins er frumrit
af svarbéfi við skilnaðarbeiðni Margrétar, fyrir hönd Hólm fríðar, og
þar kemur fram að í Friðriksborgarhöll þann 17. júní hafi leyfið
verið veitt. Greinargerðin er undirrituð af Colbjørnsen og tveimur
öðrum embættismönnum í kansellíinu. Samkvæmt skrám kansellís-
ins var hitt skilnaðarleyfið sem Nelleman minnist á gefið út 7. októ-
ber þetta sama ár handa hjónunum Nicolay og Birgittu Han sen, bú -
settum í kaupmannahöfn. Höfðu hjónin búið aðskilin (án leyfis til
skilnaðar að borði og sæng) í sjö ár.71 Af því sem hér hefur komið
fram má draga þá ályktun að Hólmfríður og Þorsteinn hafi verið
fyrstu hjónin á Íslandi sem fengu leyfi til algjörs skilnaðar, eftir fyrr-
nefndan úrskurð í júní 1790, og meðal þeirra allra fyrstu í Dana -
veldi.72
Í kjölfar úrskurðar konungs sumarið 1790 voru konungleg leyfi
til algjörs skilnaðar gefin út árlega og þeim fór fjölgandi. Engin sér-
stök skilyrði voru sett við veitingu leyfanna til að byrja með. Nokk -
urra ára aðskilnaður hjóna vegna ósamlyndis gat verið forsenda
skilnaðarleyfis og undanfarandi skilnaðar að borði og sæng með
leyfi konungs.73 Með tilskipun 22. janúar árið 1796 voru settar þær
meginreglur sem áttu eftir að leggja grunn að danska leyfisveitinga-
kerfinu um úrlausn skilnaðarmála. Skilnaður að borði og sæng
skyldi hafa varað í a.m.k. þrjú ár áður en heimild til algjörs skilnaðar
fengist með leyfi konungs. Áður en hjón sendu beiðni um skilnað að
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 137
70 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 60, 71, 74. Árið 1812
fékk kansellíið heimild til að gefa út leyfi til algjörs skilnaðar, að undangengn-
um skilnaði að borði og sæng í þrjú ár. Sjá Lovsamling for Island VII, bls. 439–
441 („Reskript til det Danske Cancellie, ang. Bemyndigelse for dette Collegium
til at afgjöre adskillige Sager ad mandatum, 12. október 1812“).
71 Vef. RA. Danske kancelli F 5 forestillings protokol 2. kvartal 1791, folio 1173–
1178, https://www.sa.dk/ao-soegesider/billedviser?bsid=271726#271726,517
61549; 4. kvartal 1791, folio 1757–1759, https://www.sa.dk/ao-soegesider/bil-
ledviser?epid=19981075, sótt 4. febrúar 2017.
72 Á alþingi sumarið 1794 var hið konunglega skilnaðarleyfi meðal bréfa og
kauplýsinga sem lesnar voru upp fyrir lögréttu við Öxará, sbr. Alþingisbækur
Íslands XVII, bls. 186, 202.
73 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 64–69.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 137