Saga - 2017, Side 140
Fráskilin og eignalaus
Í júní 1792, rúmlega ári eftir að Hólmfríður fékk konunglegt leyfi til
algjörs skilnaðar við Þorstein, sendi hún bónarbréf til konungs þess
efnis að hún losni við að greiða 12 ríkisdali fyrir skilnaðarleyfið sök-
um fátæktar. Í bréfinu kemur fram að hún hafi ekkert fengið úr
félagsbúi þeirra hjóna þegar þau skildu að borði og sæng. Hún hafði
flúið heimilið í fötunum sem hún stóð í og þurft að vinna fyrir sér
eins og aðrar fátækar stúlkur, fyrst í Norðursýslu og síðar hjá móður -
bróður sínum og öðrum í Mýrasýslu. Aðstæður hennar segir hún að
einkennist af eymd og bágindum.78 Hólmfríður hefur, eins og þorri
landsmanna, mátt búa við mikinn skort á lífsnauðsynjum og hung-
ursneyð á harðindaárunum 1784–1787, í kjölfar Skaftárelda sumarið
1783. En hún lifði af þessi harðindaár og einnig mann skæðan bólu -
faraldur sem lagði fjölda manns að velli árið 1786.79 Ólafur Stephen -
sen stiftamtmaður skrifaði álit sitt að beiðni Hólm fríðar, vottaði um
fátækt hennar og mælti með því að farið yrði að bón hennar.80 Þann
6. desember 1792 heimilaði kansellíið að Hólm fríður slyppi við að
greiða 12 ríkisdali fyrir skilnaðarleyfið sem gefið var út árið 1791.81
Í bréfinu minnist Hólmfríður ekki á að hún hafi eignast barn í
hjónabandinu og það kom heldur ekki fram í bónarbréfi móður
hennar tveimur árum áður. Í meðmælabréfi Hálfdánar Einarssonar
stiftsprófasts frá árinu 1783 greindi hann svo frá að Hólmfríður, ung
kona af góðu fólki, gæti við betri aðstæður haft möguleika á að ann-
ast aldraða og veika foreldra sína og barnið sem hún eignaðist með
Þorsteini Jónssyni, sem lítil afskipti hafi haft af uppeldi þess. Barnið
virðist hafa verið aukaatriði í þessu skilnaðarmáli og er frásögn
Hálfdánar sú eina í þessum heimildum sem nefnir það að þau
hjónin hafi eignast barn.82 Um afdrif barnsins, sonarins Jóns, finnst
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 139
78 ÞÍ. kA/45. Bónarbréf Hólmfríðar, ritað í Mýrasýslu þann 17. júní 1792 „Til
kongen!“, samið af Guðmundi ketilssyni sýslumanni Mýrasýslu (D 3184).
79 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssaga til okkar daga (Reykjavík:
Sögufélag 1991), bls. 249–251.
80 ÞÍ. kA/45, „Allerunderdanigst Erklæring“, ritað af O. Stephensen, Innra hólmi,
7. september 1792.
81 Vef. RA. Danske kancelli F III Supplikker 1773–1799, 6. desember 1792, nr. 3184.
https://www.sa.dk/ao-soegesider/da/billedviser?epid=19981036#
271630,51732068. sótt 4. febrúar 2017.
82 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Allerunderdanigst Erklæring Hálfdánar Einars -
sonar stiftprófasts á Hólum biskupsgarði í Skagafirði 2. júlí 1783.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 139