Saga - 2017, Qupperneq 142
finnst Margrét í kirkjubókum búsett í Hlíðarhúsum í Reykjavík, árið
1798, þar sem hún bjó ásamt ungri vinnukonu, Steinvöru Jónsdóttur.
Árið 1800 voru þær saman í Þorkelshúsi í Reykjavík ásamt tveimur
öðrum eldri konum. Í manntalinu 1801 er Margrét skráð prestsekkja,
sem nýtur ekknabóta frá konungi, og er skráð til heimilis á Arnar -
hóli ásamt þjónustustúlkunni Steinvöru og deila þær húsi með
þremur öðrum fjölskyldum. Næstu árin finnst nafn Margrétar ekki
í sóknarmannatali Reykjavíkur.89
Hólmfríður var, eins og áður er getið, á Espihóli í Eyjafirði árið
1782. Þaðan flutti hún í Mýrasýslu og bjó á heimili kristjáns móður -
bróður síns og prests í Stafholti í nokkur ár. Hún var um tíma búsett
á Svignaskarði, hjá sýslumanninum Guðmundi ketilssyni, en flutti
aftur til kristjáns í Stafholti árið 1792. Í manntalinu 1801 er hún
skráð barnfóstra í Stafholti. Árið 1803 voru þær Margrét og Steinvör
fluttar í sömu sókn og Hólmfríður og bjuggu hjá fullorðnum hjón -
um á Svarfhóli, þar sem Margrét var skráð húskona og orðin 73 ára.
Næsta ár voru Margrét og Hólmfríður búsettar undir sama þaki að
Stafholti og bjuggu þar þangað til kristján lést árið 1806. Þá tók við
búseta á Grísatungu í sömu sókn, þar sem Hólmfríður var bústýra
en Margrét húskona. Árið 1808 skildu leiðir þeirra mæðgna. Margrét
flutti aftur að Stafholti og bjó þar uns yfir lauk, ómagi, og „deyði af
ellihrumleika“ 85 ára gömul árið 1815. Eftir að hafa verið viðskila
við son sinn í tæpa þrjá áratugi flutti Hólmfríður til hans en hann
var þá tekinn við prestsembætti á Húsavík.90 Þorsteinn bjó alla tíð í
Reykjadal í Þingeyjarsýslu og eignaðist þar margar jarðir, m.a.
Reykjahlíð þar sem hann bjó frá 1793 til æviloka. Hann kvæntist aft-
ur árið 1799.91 Engar heimildir fann ég um að Hólmfríður hafi gifst
aftur og ekki heldur hvort hún hafi fengið einhvern hluta úr búi
þeirra Þorsteins.92 Í marsmánuði 1835 lést hún, 79 ára að aldri, á
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 141
89 ÞÍ. Seltjarnarnesþing/Dómkirkjan í Reykjavík. Sóknarmannatal 1784–1804;
Manntal á Íslandi 1801. Suðuramt, bls. 388.
90 ÞÍ, kirknasafn. Stafholt í Stafholtstungum BC/0001. Sálnaregistur 1784–1816;
Húsavík Tjörnesi BC/0001. Sálnaregistur 1785–1815.
91 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, bls. 215–216.
92 Nafn Hólmfríðar fann ég ekki í skiptabókum sýslumannsins í Þingeyjarsýslu
um skráð dánarbú í kjölfar láts hennar árið 1835. Ýmsar ástæður gætu legið
þarna að baki. Til dæmis var ekki skylda að skrá öll dánarbú og þar eð Hólm -
fríður bjó hjá einkasyni sínum, sem var fulltíða, kann hún að hafa verið búin
að gera ráðstafanir um eignir sínar, ef einhverjar voru, í samráði við hann og
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 141