Saga - 2017, Page 146
páll björnsson
Ættarnöfn — eður ei
Greining á deilum um ættarnöfn á Íslandi
frá 1850 til 1925
Allt frá því á nítjándu öld hafa staðið um það deilur á Íslandi hvort
æskilegt sé að landsmenn beri ættarnöfn. Þeir sem töluðu gegn slíku í
upphafi vildu langflestir halda fast í þann forna sið að fólk kenni sig
við feður sína. Deilurnar bárust einnig inn í þingsali þar sem nokkrar
tilraunir voru gerðar til þess að lögbinda reglur um eftirnöfn. Árið 1913
gerðist það svo að sett voru lög sem heimiluðu fólki að taka upp ættar-
nöfn en tólf árum síðar var samþykkt að banna slíkt. Málið tók á sig
ýmsar myndir en til dæmis fengu andstæðingar ættarnafna það í gegn
að skylda bæri opinberar stofnanir til þess að skrá landsmenn sam-
kvæmt skírnarnafni þeirra. Deilurnar urðu á köflum harð vítugar. En
um hvað snerust þær í raun? Voru þetta einvörðungu átök milli
þjóðernishyggju og einstaklingshyggju? Og beindist kastljósið að
báðum kynjum eða aðeins að nöfnum karla?1
Deilur um íslenska menningararfleifð teygja anga sína víða. Snemma
á nítjándu öld hljóp nokkur vöxtur í þá viðleitni Íslendinga, einkum
danskmenntaðra karla, að skilgreina íbúa landsins sem sérstaka
þjóð, aðallega í menningarlegu tilliti.2 Á fyrstu áratugum tuttugustu
aldar efldist einnig pólitísk þjóðernishyggja hér á landi um leið og
baráttan fyrir fullveldi færðist í aukana. Til urðu lýðræðislegar fjölda-
hreyfingar sem settu eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á oddinn,
ungmennahreyfingin og fylkingar landvarnarmanna, svo dæmi séu
tekin. Jafnframt snerist þetta um að gera Íslendinga að fullgildri
menningarþjóð í Evrópu.3 Í því sambandi mætti nefna sköpun og
Saga LV:2 (2017), bls. 145–175
1 Sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og aðstoð við öflun heimilda fá eftirtaldir: Birgir
Guðmundsson, Bragi Þ. Ólafsson, Helgi Skúli kjartansson, Ingibjörg Sigurðar -
dóttir og Svavar Sigmundsson. Þá voru ábendingar ritrýna mjög gagnlegar.
Tekið skal fram að allar beinar tilvitnanir í þessari grein eru stafréttar, þ.e. ekki
lagaðar að núgildandi stafsetningarreglum.
2 Sjá t.d. Ragnheiður kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu”, Saga 34
(1996), bls. 131–175.
3 Ólafur Rastrick, Háborgin. Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2013).
Páll Björnsson, prófessor, Háskólanum á Akureyri, pallb@unak.is
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 145