Saga - 2017, Side 147
nýtingu á þjóðlegum táknum, eins og því að koma upp þjóðfána,
skipuleggja þjóðhátíðir, heiðra þjóðhetjur og reisa þjóð menningarleg
safnahús.4 Þetta gildir líka um stofnanavæðinguna, allt frá heima-
stjórn og fullveldi til lýðveldisstofnunar, svo stórir áfangar séu
nefndir.5
Á vissan hátt snerist hin þjóðernislega orðræða um að skapa
sam eiginlegar minningar, fá Íslendinga til að sameinast um að varð -
veita það sem menn skilgreindu sem séríslenskt, sérstætt og jafnvel
einstakt.6 Spyrja má hvort deilur um ættarnöfn verði ekki einmitt að
skoða í ljósi áðurnefndra atriða. Einnig má velta því fyrir sér hvort
þeir sem tóku þátt í umræðunum hafi verið í keppni um að skapa
sín eigin afbrigði af sameinandi minningum eða sögulegri arfleifð
og efla þannig ákveðnar sjálfsmyndir meðal Íslendinga. Hafi áður-
nefnd atriði tendrað umræðuna um ættarnöfn má í framhaldi spyrja
hvort sífellt nánara samband Íslands við umheiminn hafi magnað
hana upp og hvort orðræðan hafi þá að einhverju leyti farið að snú-
ast um stöðu landsins í Evrópu, það er að segja um spurninguna
hvort Íslendingar væru þjóð meðal þjóða.
Hvers vegna fóru Íslendingar ekki sömu leið og nágranna þjóð -
irnar og lögleiddu ættarnöfn? Það er ein þeirra spurninga sem urðu
kveikja að þessari rannsókn. Ljóst er að ýmsir hérlendir menn vildu
fara að dæmi nágrannanna, en hins vegar risu fleiri upp til varnar
hefðinni. Meginverkefni þessarar rannsóknar er að greina hina opin-
beru umræðu um málið, það er að segja hvaða rökum var beitt í
umræðunni, með og á móti.7 Þessi grein er hluti af rannsókninni
páll björnsson146
4 Sjá t.d. Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
(Reykjavík: Sögufélag 2011); Eggert Þór Bernharðsson (ritstj.), Safnahúsið 1909–
2009. Þjóðmenningarhúsið (Reykjavík: Þjóðmenningarhúsið 2009); Jón karl
Helgason, Ódáinsakur. Helgifesta þjóðardýrlinga (Reykjavík: Sögufélag 2013).
5 Sjá t.d. Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið — uppruni og endimörk
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2001).
6 Sjá t.d. gott yfirlit í Guðmundur Hálfdanarson, „Sameiginlegar minningar og
tilvist íslenskrar þjóðar“, 2. íslenska söguþingið 30. maí−1. júní 2002. Ráðstefnurit
II. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands 2002), bls. 302–318. Sjá einnig: Þorsteinn Helgason, „Minning sem
félagslegt fyrirbæri: Síðari hluti: Þjóðminning“, Saga 53: 1 (2015), bls. 98–120.
7 Í upphafi þessarar rannsóknar var öllu efni, þar sem orðið ættarnafn kom við
sögu í einhverri mynd, flett upp á www.timarit.is. Aðstoð við leit og flokkun
gagnanna veitti Hildur Friðriksdóttir, þá nemandi í nútímafræði við Háskólann
á Akureyri. Rannsóknarsjóður HA styrkti þennan hluta verkefnisins.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 146