Saga - 2017, Síða 149
Dönsku lögin frá 1828 voru ekki innleidd hér á landi. Slíkt gerðist
ekki sjálfkrafa. Það var hins vegar ekkert sem meinaði mönnum að
taka upp ættarnöfn eins og fjölgun þeirra sýnir. Um miðja öldina var
sumum ekki farið að standa á sama um þróunina hérlendis þótt
fjöldi slíkra kenninafna hafi þá enn verið óverulegur. Þá fór af stað
umræða um hversu æskileg þessi þróun væri og á næstu áratugum
áttu menn eftir að takast á um þetta. Í átökunum endurspegluðust
greiningarhugtök sem eru samofin nútímanum, hugtök eins og
fram farir, þjóðerni, menningararfur og alþjóðavæðing. Í þessu sam-
hengi mætti einnig vitna til orða Helga Skúla kjartanssonar sagn -
fræðings sem skýrði togstreituna milli fylgismanna ættarnafna og
föðurnafna snemma á tuttugustu öld sem „átök milli hefðar og ný -
væðingar“.10 Vert er að rýna í nokkur mikilvæg dæmi til að bregða
ljósi á deilurnar. Byrjað verður á elstu tilfellunum en umfjöllunin
verður síðan að mestu í tímaröð.
Apaskapur, hégómadýrð, fordild og fullkominn ósiður
Ein fyrsta blaðagreinin þar sem tekin er afstaða til ættarnafna birtist
í Norðra á Akureyri árið 1857. Ný ættarnöfn „spretta … upp á
þessari öld eins og mý á mykjuskán“, fullyrti greinarhöfundur og
bætti við, með vísun til meints lauslætis kvenna: „[Í] Reykjavík og í
flestum kaupstöðum er hver maður, sem nokkuð kveður að,
kallaður sen, ef móðir hans hefur getað feðrað hann.“ Síðan sagði:
Það er nú ekki svo auðvelt að sjá, hvað mönnum gengur til að sleppa
þannig góðum og gömlum vana forfeðra vorra; vjer viljum fúslega, að
landsmenn vorir taki upp alla þá háttu erlendra, sem geta stutt að því,
að efla framför vora andlega eða líkamlega, en vjer viljum fastlega
mæla á móti hverju því, er spillir máli voru, án þess að auðga andlega
páll björnsson148
Heims kringla 1991), einkum bls. 70–86. Sjá einnig kendra Jean Willson, „Politi -
cal inflections: Grammar and the Icelandic surname debate“, Standardization:
Studies from the Germanic languages (Amsterdam: J. Benjamins Pub. 2002);
Svavar Sigmundsson, „Islandske slægtsnavne og mellemnavne“, Studia anthro-
ponymica Scandinavica 22 (2004), bls. 59–71. Nýjustu rannsóknirnar er að finna
í Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Benný Sif Ísleifsdóttir,
„Það er nefnilega fínna að vera sen en dóttir.“ Ættarnöfn í íslensku samfélagi.
BA-ritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands 2013; og Benný Sif Ísleifsdóttir,
Bínefni og brautargengi. Um ættarnöfn og önnur kenninöfn. MA-ritgerð í
þjóðfræði við Háskóla Íslands 2015.
10 Helgi Skúli kjartansson: Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag 2002), bls. 145.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 148