Saga - 2017, Síða 150
hugsun vora, er breytir skírnarnafni voru, án þess að gjöra oss í neinu
menntaðri eða kurteysari en vjer erum, þó menn, ef til vill, haldi að svo
muni verða.11
Höfundur leit ljóslega á sig sem framfarasinna og borgara sem væri
opinn fyrir erlendum straumum og stefnum. En að taka upp erlenda
nafnahefð, slíkt græfi að hans mati undan íslensku máli. Fjölgun
ættarnafna var auðvitað staðreynd, eins og fram hefur komið, en
samlíking greinarhöfundar við mý á mykjuskán er auðvitað líka
grunduð á upplifunum hans sjálfs. Í því sambandi verður að hafa í
huga að einhverjir kunni einfaldlega að hafa prófað að kalla sig -sen
án þess þó að breyta nafni sínu varanlega. Það viðhorf var reyndar
til í samfélaginu um miðja nítjándu öld að meira mark væri tekið
eða takandi á mönnum sem báru ættarnöfn.12 Hér er vissulega
aðeins átt við einstaklinga af karlkyni því að konur, sama hvort þær
báru ættarnafn eða ekki, héldu sig eða var undantekningarlítið
haldið utan við hið opinbera svið þar til á fyrri hluta tuttugustu
aldar.
Fjölgun ættarnafna varð einnig til þess að hið opinbera lét gera
ítarlega úttekt á stöðu mála. Árið 1858 voru birtar upplýsingar um
fjölda nafna Íslendinga. Var það hluti af Skýrslum um landshagi á
Íslandi og nefndist „Um mannaheiti á Íslandi árið 1855“. Í greinar-
gerð sagði meðal annars:
Það er fyrst á seinni tímum að Íslendingar hafa farið að taka eptir
útlendum að brúka þessháttar ættarnöfn, og einkum var það skömmu
fyrir og um hin síðustu aldamót að svo leit út, sem þessi siður ætlaði
að taka sér bólfestu í landinu, og var orðinn að fullkomnum ósið, því
þá kvað svo rammt að þessu, að svo að segja hver maður, sem var
„sigldur“, horfði ekki í að afmynda móðurmál sitt og gjöra sig að
athlægi með því að setja danska eða latínska endíngu á föðurnafnið, og
nefna sig annaðhvort „sen“ eða „sonius“, gæti hann ekki fundið eitt-
hvert annað nafn sem væri frábrugðið því vanalega og hefði útlendan
keim; en auk þessa fóru margir, sem heima sátu og aldrei höfðu stigið
fæti út fyrir landsteinana, að herma eptir þeim hinum sigldu mönnun-
ættarnöfn — eður ei 149
11 „Ættarnöfn og titlatog,“ Norðri 15. sept. 1857, bls. 94–95. Greinin er líklega eftir
Svein Skúlason (1824–1888), ritstjóra blaðsins, síðar þingmann Norður-Þing -
eyinga. Sveinn hafði lært við Hafnarháskóla og á þeim árum komist í tæri við
þá hugmyndafræði Fjölnismanna að leggja rækt við fortíðina.
12 Sjá t.d. „Með þeim mæli, sem o.sv.frv.“, Þjóðólfur 7. ágúst 1850, bls. 169–170.
Þarna voru þátttakendur á væntanlegum Þingvallafundi varaðir við því að
taka meira mark á fólki sem bæri ættarnöfn en þeim sem báru ekki slík nöfn.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 149