Saga - 2017, Síða 152
„sonirnir“ og „soníus“irnir hafa einungis getað þrifist í kaupstöðunum
eðr þá milli embættis manna, helst inna veraldlegu.15
Og svo bætti höfundur við:
Það er því langt frá, að kaupstaðarmenn með því að taka upp þau nöfn,
er þeir vilja skreyta sig með, geti haft von um að verða álitnir heldri
menn, enda liggr það í augum uppi, að slík fordild verðr eigi álitin
meiri vottr um mentun en ið annað prjál, sem vanalega er kallað „fínt“
og ómentuðum mönnum er hætt við að ætla vott um, að maðrinn sé
„dannaðr“. In sanna mentun og in sanna rausn kemr fram í öllu fram-
ferði mannsins, hvort sem hann heitir Jón eða Johnsen, og hvort sem
hann hefir „fína“ siði eðr eigi, og opt hafa í inum fátækasta bóndabæ
og inum mest afskektu sveitum fundist menn, er að mentun og göfug-
lyndi tóku mörgum kaupstaðarmanni langt fram.16
Eins og hér kemur fram vildi höfundur minna Íslendinga á að þeir
yrðu ekki „dannaðri“, það er að segja menntaðri eða siðaðri, með
því að taka upp ættarnöfn, en þau höfðu vissulega verið eitt af
aðalsmerkjum sigldra Íslendinga um skeið, einkum Hafnarstúdenta.
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur bendir þannig á það í bók
sinni um íslensku ættarveldin, er hann nefnir svo, að ættarnöfn hafi
skapað „embættismönnum sérstöðu í þjóðfélaginu“ og skerpt skilin
„á milli þeirra sem heldri manna og almúgans …“.17 En í Víkverja
voru tínd til fleiri rök gegn ættarnöfnum:
Önnur ástæða, sem til er færð fyrir því að taka upp nýu nöfnin er, að
þá verða nöfn vor líkari útlenskum nöfnum, en hversvegna má
Íslendingr eigi koma fram erlendis sem íslenskr? og hvaða gagn höfum
vér sjálfir af að breyta eptir útlendingum í slíku? Þá væri annað sem
lægi miklu nær: að leggja með öllu niðr tungu vora, en hefir nokkurr
áræði til að fara þessu fram við Íslendinga?18
Föðurnafnakerfið gamla var greinilega samofið íslenskunni í huga
höfundar. Fráhvarf frá því jafngilti aðför að móðurmálinu og því
bæri að berjast gegn því. Með þessu er höfundur líka að hvetja
Íslendinga til að þora að bera sérkenni tungunnar á erlendri grundu
á torg, að nota íslenskuna sem sameiningartákn þjóðarinnar.
ættarnöfn — eður ei 151
15 Víkverji 1, 7. mars 1874, bls. 35.
16 Sama heimild.
17 Guðmundur Magnússon, Íslensku ættarveldin. Frá Oddaverjum til Engeyinga
(Reykjavík: Veröld 2012), bls. 60.
18 Víkverji 1, 7. mars 1874, bls. 35.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 151