Saga - 2017, Qupperneq 153
Að lokum var bent á ýmsar praktískar afleiðingar af fjölgun ætt-
arnafna í greininni í Víkverja, einkum þá erfiðleika sem hlytust af
ættarnöfnum með son-endingunni, að fólk myndi ekki vita hvort
son-endingin væri ættarnafn eður ei. Auk þess var fullyrt að hinn
nýi siður myndi verða til þess að draga úr ættfræðiáhuga fólks:
„Afleiðingin af inum svokölluðum ættarnöfnum erlendis hefir ein-
mitt orðið sú, að næstum öll ættvísi hefir dottið niðr …“.19
Thorlacius og Thoroddsen dýrara en Thors
Nokkrum árum síðar eða árið 1881 fannst tveimur þingmönnum
tími til kominn að Alþingi skærist í leikinn með lagasetningu sem
takmarkaði mjög notkun ættarnafna. Þeir Jón Jónsson (1841–1883),
þingmaður Skagfirðinga, og Jón Ólafsson (1850–1916), þingmaður
Suður-Múlasýslu, lögðu þá fram frumvarp til laga um nöfn manna.20
Þótt frumvarpið hafi dagað uppi í þinginu birtast í því áhugaverð
viðhorf til íslenskra kenninafna. Ljóst er af greinargerð með frum-
varpinu að flutningsmenn voru lítt hrifnir af vaxandi útbreiðslu
ættar nafna:
Ættarnöfn virðast hjer á landi ekki að eins óþörf heldur jafnvel skaðleg,
þar sem þau geta komið til leiðar misskilningi og rjettaróvissu. Vilji
menn samt taka upp slík nöfn fyrir fordildar sakir, virðist sanngjarnt,
að menn borgi ríflegan nafnbótarskatt, eins og einnig virðist ástæða til
að selja leyfið til að taka upp ættarnafn nokkuð dýrt.
Einkum var þeim í nöp við nöfn sem enduðu á „son“ vegna þess að
með því …
[…] gjörðust [þeir nafnberar] sekir um lýgi, þar sem þeir gegn betri vit-
und, töldu sig syni annara manna en feðra sinna eða mæðra. Það er nú
löggjafarvaldinu óviðkomandi, þótt mönnum þyki það hefðarlegra, að
láta börn sín heita eptir einhverju ímynduðu bergi, einhverjum dal,
firði, eða stað; en það virðist geta haft illar afleiðingar fyrir almenning,
ef sá ósiður skyldi útbreiðast hjer á landi, að taka upp nöfn, sem engin
heimild er fyrir, og að segja ósatt til foreldris síns, enda leyfist slíkt
varla í neinu siðuðu landi.
Því var lagt til í fyrstu grein frumvarpsins að allir þyrftu að segja til
nafns föður síns eða móður, kæmu þeir til að mynda fyrir dómara.
páll björnsson152
19 Sama heimild, bls. 36.
20 Alþingistíðindi 1881. Fyrri partur: Þingskjölin, bls. 609‒611.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 152