Saga - 2017, Blaðsíða 154
Í þessum orðum endurspeglast ef til vill sá siður, sem jafnvel tíðkast
enn, að spyrja ókunnuga hverra manna þeir væru. Og í annarri
grein var talað um að ekki mætti „nefna eða skrifa neinn mann, sem
hefir fast heimili á Íslandi son annars manns, en föður síns eða
móður“. Hér er hugsunarhátturinn greinilega karllægur því að ekki
er vísað til einhvers, það er kvenmanns, sem væri dóttir föður síns
eða móður. Á þessu tilvitnaða ákvæði var þó gerð undantekning
strax í næstu grein þar sem sagði:
Eptirleiðis má ekki skíra neinn mann ættarnafni, nema konunglegt leyfi
sje til þess. Ekkert ættarnafn má enda á „son“. Fyrir ættarnafnsleyfi skal
borga 500 krónur, sem renna í landssjóð. Hver sá, sem skrifar sig ættar-
nafni, skal þar að auki greiða árlegan nafnbótarskatt, 10 krónur fyrir
hvert atkvæði, sem í nafninu er.
Þannig hefði Thorlacius og Thoroddsen orðið dýrara en Thors. Ekki er
ljóst hver rökin fyrir þessum ólíku verðflokkum voru eða þá hvort
fyrirmyndir að slíkum ákvæðum voru sóttar til annarra landa.
Annars má almennt segja að í frumvarpinu birtist viðhorf sem voru
mjög lituð af stéttaskiptingu aldarinnar vegna þess að með þessu
eru ættarnöfn gerð að forréttindum hinna efnamestu. Það sést best
á því að sýslumenn, sem voru hálaunamenn á þessum árum, höfðu
þá um 250 krónur í mánaðarlaun. Reyndar er ekki ljóst af orðalagi
frumvarpsins hvort áðurnefnd gjöld skyldu greidd fyrir hverja fjöl-
skyldu fyrir sig eða hvort þau væru einstaklingsmiðuð.
Sé frumvarpið skoðað nánar er í fjórðu grein þess tekið fram að
þeim er hefðu kennt sig við aðra en föður sinn og móður skyldi veitt
undanþága frá lögunum til dauðadags, en aðeins þó gegn gjaldi.
Reyndar er athyglisvert að þarna og í annarri grein frumvarpsins
var sérstaklega vikið að þeim sem kenndu sig við móður sína með
endingunni -son, til dæmis Sigríðarson. Enda er það svo að fyrir-
komulag þessara mála snerist fyrst og fremst um stöðu karla, ekki
kvenna. En það að sérstaklega skuli vera vikið að einstaklingum
sem kenndu sig við mæður sínar er vísbending um að raunveruleg
dæmi hafi verið um slíkt á síðari hluta nítjándu aldar. Manntöl ald-
arinnar staðfesta það. Sé algengasta kvenmannsnafnið notað og flett
upp á eftirnöfnunum Guðrúnarson og Guðrúnardóttir kemur í ljós að
frá nítjándu öld eru allnokkur dæmi um slíkt.21 Ekki er ljóst af
hverju frum varpið hlaut ekki afgreiðslu en hafa verður í huga að
ættarnöfn — eður ei 153
21 Vef. Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands, www.manntal.is.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 15:24 Page 153