Saga - 2017, Page 160
„leifar af menningu, sem annarstaðar er undir lok liðin“ mátti til að
mynda lesa í Sunnanfara árið 1901.37 Og svo var þetta útskýrt nánar
í sömu grein með þessum orðum: „Með öðrum þjóðum eru ekki
aðrir nefndir skírnarnöfnum einum að jafnaði — auk villimanna —
en börn og lægstu undirtyllur. Sú stétt eða sú þjóð, sem notar
skírnar nöfnin eingöngu, er ósjálfrátt talin undirtyllustétt eða undir-
tylluþjóð í menningarlöndum heimsins.“ Íslendingar verði einfald-
lega að fara að „semja sig að sið annarra menningarþjóða.“ Athyglis -
vert er að bæði andstæðingar og meðmælendur ættarnafnahefðar-
innar beittu fyrir sig þjóðernisrökum; öllum var umhugað um að
þjóðarstoltið yrði ekki sært. Hver myndi vilja láta spyrða sig við
villimennsku? Auk þess litu talsmenn ættarnafna greinilega á sig
sem kyndilbera nývæðingar.
Umræðan í samfélaginu hélt áfram. Fundir voru haldnir og
ályktanir samþykktar. Allfjölmennur fundur bænda og bændaefna
við Þjórsárbrú, á bilinu fimmtíu til eitt hundrað manna, lýsti sig til
dæmis mótfallinn ættarnöfnum snemma árs 1908.38 En þrátt fyrir
slíkar samþykktir náði frumvarp, sem heimilaði ættarnöfn, í gegn -
um þingið árið 1913 eftir miklar deilur. Innan þings átti þetta sér
nokkurn aðdraganda því að bæði árin 1911 og 1912 voru lögð fram
mismunandi frumvörp á Alþingi um mannanöfn. Þau dagaði bæði
uppi í þinginu. Og annað áttu þau sameiginlegt: Þótt í hvorugu
frumvarpinu væri minnst einu orði á ættarnöfn, snerust umræður
meðal þingmanna að talsverðu leyti um þau. Það sýnir hversu hug-
leikin þau voru mönnum orðin um þær mundir.
Vanrækt við þjóðernið
eða dragsúgur misskilins þjóðernisrembings
„Frumvarp til laga um lögskráning mannanafna“ fluttu Jón Þorkels -
son, þingmaður Reykvíkinga, Bjarni Jónsson frá Vogi, þingmaður
Dalasýslu, og Benedikt Sveinsson, þingmaður Norður-Þingeyinga,
árið 1911. Allir voru kunnir af áhuga sínum á varðveislu þjóðlegrar
menningar. Í stuttu máli sagt gekk frumvarpið út á það að tryggja
að skírnarnafn fólks yrði notað til þess að raða því upp í opinberar
skrár, hvort sem um væri að ræða bóka-, skatt- eða símaskrá. Reynd -
ar var í frumvarpinu leyfð undantekning frá þessu því að talað var
ættarnöfn — eður ei 159
37 „Þjóðerni vort á 20. öldinni“, Sunnanfari 9:1 (1901), bls. 6.
38 „Búnaðarnámskeið við Þjórsárbrú“, Þjóðólfur 21. febrúar 1908, bls. 29.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 159