Saga - 2017, Síða 161
um að útlendum mönnum skyldi að jafnaði raðað eftir ættarnafni
þeirra og einnig mætti raða Íslendingum sem bæru ættarnöfn með
þessum hætti. Á reikningum skyldi þó skírnarnafn ævinlega vera á
undan ættarnafni.39
Frumvarpið var viðbragð við því að sífellt fleiri opinberar stofn-
anir voru farnar að stafrófsraða landsmönnum samkvæmt eftirnafni
þeirra. Gilti það meðal annars um pósthúsið í höfuðstaðnum, Niður -
jöfnunarskrá Reykjavíkur og símaskrána.40 Einnig hafði spjald skrá
prentaðra bóka við Landsbókasafnið verið raðað upp samkvæmt
eftirnafni höfunda frá aldamótunum 1900. Þeirri skráningu sinnti
Jón Ólafsson sem jafnframt var þingmaður. Hann stóð nú upp í
þinginu sem einn helsti andstæðingur frumvarpsins. Geta má þess
að hann var annar flutningsmanna frumvarpsins árið 1881 og hafði
því greinilega snúist hugur, kannski vegna þess að hann hafði í
millitíðinni búið um langt skeið erlendis, lengst af í Vesturheimi. Jón
benti á að það hefði eingöngu verið „gert til hægðarauka, að raða
eftir föðurnöfnunum.“41 Og ef frumvarpið yrði samþykkt væri öll
vinna við spjaldskrá safnsins unnin fyrir gýg, að minnsta kosti átta
þúsund krónum „yrði kastað í sjóinn“.42
Umræðurnar almennt báru það annars með sér að þingmenn
voru með hugann við fleira en inntak frumvarpsins. Verndun ís -
lensks þjóðernis var flutningsmönnunum ofarlega í huga. Þannig
nefndi Bjarni frá Vogi að þeir vildu með þessu koma í veg fyrir
[…] að mannanöfn standi þveröfug á opinberum skrám. Það á að koma í
veg fyrir, að menn séu nefndir öðrum nöfnum en þeim, sem þeir heita. Ef
sú lenzka kæmist á, að nöfn stæði öfug á slíkum skrám, þá mundu öfugu
nöfnin festast við menn, og valda skemdum á máli og þjóðerni. Frv. girðir
fyrir þá hættu, og því með réttu sett í samband við þjóðernis rækt. Ég skal
kannast við, að það ristir eigi nógu djúpt, en vonandi kemur áframhald
seinna, þannig að margir óþjóðlegir siðir verði afnumdir. En með þessu
frv. er þó ein greinin af okkar versta þjóðernis meini af höggvin.43
Þótt frumvarpinu hafi ekki verið beint gegn ættarnöfnum í sjálfum
sér þá er óhætt að segja að með því hafi óbeint verið reynt að stemma
stigu við útbreiðslu ættarnafna hérlendis, koma í veg fyrir þá er -
páll björnsson160
39 Alþingistíðindi 1911. A, bls. 264.
40 B.J., „kátlegur viðrinisháttur“, Ísafold 13. mars 1912, bls. 56.
41 Alþingistíðindi 1911. B. II., d. 1894.
42 Sama heimild, d. 1903.
43 Alþingistíðindi 1911. B. II., d. 1907.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 160