Saga - 2017, Qupperneq 162
lendu hefð að „öfugu nöfnin“, það er kenninöfnin, myndu „festast
við menn …“.44 Að Bjarni hafi talað um að vonandi kæmi áframhald
síðar var til marks um að hann myndi síðar beita sér fyrir lagasetn-
ingu sem beindist gegn notkun ættarnafna. Sú varð reyndar raunin
rúmum áratug seinna, eins og síðar verður fjallað um. Í umræðun -
um var jafnframt rætt um ættarnöfn með beinum hætti. Í inn-
gangsræðu sinni sagði Bjarni frá Vogi meðal annars:
Íslendinga mætti þó reka minni til þess, að það er tunga þeirra, sem
þeir eiga alt að þakka, bæði að varðveitst hefir þjóðernið sjálft, og eins
frægð sína meðal annara þjóða. Þeir ættu því sízt að láta skemm -
ast þann dýrgripinn, sem þeir eiga beztan. En ég hygg, að enginn
geti neitað því, að það sé skemd að breyta mannanöfnum, sem hafa
haldið sér óbreytt alla tíð hingað til. Og þessi ósiður að kenna sig við
afa sína og langafa, og kalla kvenfólkið syni feðra sinna eða manna
sinna, en ekki dætur o.s.frv., alt er þetta ekkert annað en apakattar-
háttur, sem óþjóðræknir Íslendingar hafa tekið upp eftir útlendingum
nú á síðari tímum … . Öll ónöfn bera vott um vanrækt við þjóð ernið.45
Annar flutningsmaður, Jón Þorkelsson, vísaði til nafnalagafrum-
varpsins, sem áðurnefndur Jón Ólafsson tók þátt í að leggja fram
þremur áratugum fyrr, og sagði: „Annars væri ekki fjarri að setja inn
í frumv. ákvæði um ættarnöfn og að hver maður, sem vildi taka upp
nýtt nafn, skyldi kaupa leyfi til þess.“46
Nokkrir þingmenn snerust gegn frumvarpinu og beittu ýmsum
rökum gegn því, meðal annars þeim að það bryti gegn persónufrelsi
fólks. Menn töldu auk þess að frumvarpið væri illa samið og mót-
sagnakennt eða, svo vitnað sé til orða Hannesar Hafsteins, þing-
manns Eyfirðinga: „yfir höfuð virðist frumvarpið alt tóm vanhugs -
uð lokleysa, og er vonandi að háttv. deild sýni nú þegar eindreginn
vilja sinn í að vera ekki að eyða tímanum til hégóma og felli frv.
strax.“47 Jón Sigurðsson, þingmaður Mýramanna, taldi að frum-
varpið væri of þjóðerniskennt, hér væri á ferðinni „dragsúgur mis-
skilins þjóðernisrembings“.48 Og Jón Magnússon, þingmaður Vest -
ættarnöfn — eður ei 161
44 Það er því ofsagt að með frumvarpi sínu hafi Bjarni frá Vogi lagt til að „ættar-
nöfn yrðu bönnuð“, sbr. Guðrún kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnar -
vatni, Nöfn Íslendinga, bls. 71.
45 Alþingistíðindi 1911. B. II., d. 1892.
46 Sama heimild, d. 1901.
47 Sama heimild, d. 1899.
48 Sama heimild, d. 1895.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 161