Saga - 2017, Page 163
mannaeyinga, tók í sama streng: „Halda menn að … Norðmenn,
Danir og aðrar þjóðir, hafi mist þjóðerni sitt, er þeir tóku upp ættar-
nöfn alment í stað þess að kenna sig við föður sinn … [?]“ Að halda
slíku fram væri „hin mesta heimska og fjarstæða.“49 Jóni átti reynd -
ar eftir að snúast algerlega hugur í þessu máli, eins og síðar verður
vikið að. Enn á ný kemur fram ákveðið þrástef í orðræðunni: Allir
sem tóku þátt í umræðunum töldu mikils um vert að tapa ekki
þjóðerni sínu. Það fór svo að frumvarpið var sett í nefnd en ekkert
kom frá henni. Málið var því úr sögunni að sinni.
Á þinginu 1912 lögðu tveir þingmenn fram „Frumvarp til laga um
nýnefni“, þeir Guðlaugur Guðmundsson, þingmaður Akureyr inga,
og Stefán Stefánsson, þingmaður Eyfirðinga. Frumvarpið var tvískipt
og snerist um ný nöfn bæði á býlum og mönnum.50 Í manna nafna -
hluta frumvarpsins er ekki vikið einu orði að ættarnöfnum og þau
komu ekki heldur við sögu í framsöguræðu fyrsta flutningsmanns
þess. En umræðurnar um frumvarpið bera það hins vegar með sér að
þingmenn gengu út frá því að í frumvarpinu fælist að löggilda ætti
ættarnöfn og um leið lögvernda þau nöfn sem þegar væru í notkun.
kveikjan að framlagningu frumvarpsins var sú að þingmenn
töldu breytingar á nöfnum fólks vera orðnar stjórnlausar. Sumt fólk
breytti ekki aðeins skírnar- og eftirnöfnum heldur einnig heitum
býla sinna. Þingmenn tilgreindu mörg dæmi um einstaklinga er
hefðu jafnvel sloppið undan skuldum og réttvísinni með margþætt-
um nafnabreytingum. Menn töldu með öðrum orðum mikilvægt að
stjórnarráðinu yrði falið að halda skrá um allar nafnabreytingar og
að almenningur þyrfti að greiða lágt gjald til landsjóðs, eða tíu krón-
ur, fyrir hverja breytingu. Jafnframt skyldi það vera hlutverk stjórn-
arráðsins að safna saman upplýsingum um nöfn manna.
Af samhenginu má ráða að þessi upplýsingaöflun hafi átt að
snúast um ættarnöfn, að tilgangurinn með þessu hafi verið sá að
halda utan um hver hefði rétt til þess að bera hvaða nafn. Reglan
skyldi vera sú að sá sem fyrstur tók upp tiltekið ættarnafn væri rétt-
ur eigandi þess og öðrum skyldi þá um leið meinað að nota það.
Samþykkt var að fela fimm manna nefnd að skoða þetta mál, en
aftur dagaði það uppi í þinginu.
páll björnsson162
49 Sama heimild, d. 1906.
50 Alþingistíðindi 1912. A., bls. 270–272.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 162