Saga - 2017, Page 164
Ættarnöfn leyfð 1913:
Einstaklingsfrelsi, kynvillur og undirlægjulýður
Frumvarpið um mannanöfn varð ekki útrætt á þinginu 1912 en árið
eftir var lagt fram nýtt frumvarp um mannanöfn og þá sem stjórn-
arfrumvarp. Stjórnin taldi þörf á því að taka til hendinni í þessum
efnum „til þess að koma í veg fyrir ýmislega erfiðleika, glundroða
og rjettarmissi …“.51 Auk þess lagði stjórnin fram sérstakt frum -
varp um bæjarnöfn. Mannanafnafrumvarpið átti ýmislegt sameig-
inlegt með frumvarpinu frá 1912. Aðalmunurinn var sá að nú var
talað opinskátt um að heimila notkun ættarnafna og einnig voru
reglurn ar gerðar skýrari og ítarlegri. Nýtt ættarnafn skyldi tilkynnt
stjórnarráðinu sem bæri að gæta þess að ákveðin skilyrði væru
uppfyllt. En það giltu ákveðnar takmarkanir um upptöku nýrra
ættarnafna:
Enginn getur fengið heimild til að taka upp og hafa að kenningarnafni
eða ættarnafni nein þau nöfn, er nú skal greina:
a. Ættarnöfn, sem eru lögleg eða viðurkend eign íslensks manns, ef
aðili sjálfur eða fjárhaldsmaður hans hefir með bréfi til stjórn-
arráðsins fyrir 1. jan. 1915 tilkynt ættarnafnið, og lagt bann við að
það sé notað. Ættarnafn sem upp hefir verið tekið fyrir síðastl.
aldamót (1. jan. 1901) telst viðurkend eign þess, er það hefir notað.
Skýrsla um það, hvenær ættarnafn hefir verið tekið upp, skal
fylgja tilkynningunni, og getur stjórnarráðið heimtað þær sann-
anir fyrir upptöku nafnsins, er því finst ástæða til.
b. Ættarnöfn, sem eru löglega upptekin eftir 1. jan. 1915.
c. Nöfn, er hneykslanleg eru á einhvern hátt, eða svo lík þeim nöfn-
um, er um getur í stafl. a og b., að villum geti valdið.
Sé ekkert nafntökunni eða nafnbreytingunni til fyrirstöðu, gefur stjórn-
arráðið út leyfisbréf, sem umsækjandi fær afhent gegn 10 kr. gjaldi.
Ljóst er að samkvæmt þessu ákvæði skyldi réttur til einkaeignar á
ættarnöfnum vera varinn af hinu opinbera. Nöfnin fengu ákveðna
lagavernd. Einnig vekur athygli að gengið er út frá því að fólk geti
ekki kennt sig við móður sína og því er hér um viðhorfsbreytingu
að ræða frá því í frumvarpinu frá 1881.52 Sú breyting er í raun í fullu
ættarnöfn — eður ei 163
51 Alþingistíðindi 1913. A, bls. 113.
52 Í lögunum frá 1913 er t.d. tekið fram að þær konur sem ekki tækju ættarnafn
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 163