Saga - 2017, Side 165
samræmi við þróun í átt til íhaldssamari kynjaviðhorfa sem talin er
hafa átt sér stað hérlendis upp úr aldamótunum 1900.53 Annars er
eftirtektarvert að kostnaðinum við að taka upp ættarnafn var haldið
í lágmarki.
Í neðri deild þingsins var skipuð fimm manna nefnd til þess að
skrifa umsögn um frumvarpið. Hún klofnaði með þeim hætti að
fjórir nefndarmenn, Þorleifur Jónsson, Jón Ólafsson, Valtýr Guð -
munds son og Matthías Ólafsson, voru fylgjandi meginlínum þess á
meðan einn nefndarmaður, Bjarni Jónsson frá Vogi, snerist eindregið
gegn því. Meirihlutinn lagði mikla áherslu á verndun persónu-
frelsis ins:
Meiri hluti nefndarinnar vill taka það fram, að hann álítur það liggja
fyrir utan rjettmætt valdsvið löggjafar, að takmarka einstaklingsfrelsið
framar en nauðsyn til ber til að varðveita rjettmæta hagsmuni þjóðfje-
lagsins eða samkynja rjett annara einstaklinga. Sjerstaklega teljum vjer
það alt of nærgöngult einstaklingsfrelsinu, og því með öllu órjettmætt,
að ætla sjer að reyra smekk manna og tilfinningar lagaböndum. … [Ö]ll
óeðlileg og því óréttmæt höft á frelsi einstaklingsins [hljóta] að hefta
fjölbreytnina á breytiþróun þjóðanna eða mannkynsins; en slík fjöl-
breytni gerir mannlífið auðugra og fegurra og er eitt af frumskilyrðum
sannra framfara.54
Tónninn í séráliti Bjarna frá Vogi var annar:
kunnara er það, en frá þurfi að segja, að vjer Íslendingar höfum varð -
veitt betur tungu og siðu norræns þjóðabálks en nokkur önnur þjóð.
Eigum vjer þeirri lífseigju tungunnar það að þakka, að vjer erum enn
þá taldir meðal mentaðra og siðaðra þjóða. Að öðrum kosti mundum
vjer nú vera orðnir að hálf-dönskum undirlægju lýð, sem enginn vildi
að neinu geta nje nokkurs meta. Þessi fastheldni við tungu og sið for -
feðra vorra er oss hin dýrasta menningarlind …55
páll björnsson164
eiginmanns síns eða notuðu sitt eigið ættarnafn myndu kenna sig við föður
sinn. Einnig var tiltekið að ef faðirinn væri óþekktur skyldi barnið vera kennt
við föður móðurinnar.
53 Sjá t.d. Gunnar karlsson, „Um kvenréttindavilja íslenskra sveitakarla á 19.
öld“, Fléttur II. Kynjafræði – Kortlagningar, ritstj. Irma Erlingsdóttir (Reykjavík:
RIkk 2004), bls. 127−147, einkum bls. 142.
54 Alþingistíðindi 1913. A, bls. 841.
55 Alþingistíðindi 1913. A, bls. 1176.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 164