Saga - 2017, Page 166
Og hann lagði áherslu á mikilvægi eiginnafna í varðveislu íslensk-
unnar:
Vera má, að sumir vilji eigi telja meðferð á nöfnum manna svo mikil-
vægan þátt í meðferð tungunnar, að svo ríkt þurfi að kveða að, sem hjer
er gert. En þeim mönnum skjöplast hrapallega. Er þess þar fyrst að
gæta, að kynvillur, endingafall og beygingarskekkjur eru einmitt hvað
hættulegastar í nöfnum, því að nálega engin önnur orð eru svo oft
töluð og rituð. Þetta er því geysileg hætta fyrir tunguna, að fara illa
með nöfn.56
Bjarni lagði einnig mikið upp úr að ekki yrði gengið á einstaklings-
frelsið: „[A]ð hver maður eigi nafn sitt, en það sje eigi sameign
margra manna …“, í því felist „virðing fyrir einstaklingsrjetti …“.57
Niðurstaða hans var sú að banna bæri ættarnöfn og lagði hann fram
breytingartillögur í þá veru. Greinilegt var að á þessum árum var
nýtt þrástef komið fram og orðið gjaldgengt, áherslan á rétt einstak-
lingsins. Hver og einn lagaði ljóslega þá hugmynd að sinni eigin
stefnu í nafnamálunum.
Svo fór að meirihluti þingmanna samþykkti frumvarpið en í
neðri deild voru til að mynda fimmtán með en tíu á móti.58 Nokkrar
breytingar, flestar minni háttar, voru þó gerðar á frumvarpinu í
meðförum þingsins. Nauðsynlegt er að staldra við fjögur atriði. Í
fyrsta lagi var í upphaflegum drögum stjórnarinnar áskilið að konur
skyldu taka upp ættarnafn eiginmanns síns er þær gengju í hjóna-
band en í lokaútgáfunni var sagt að þær mættu gera það. Jafnframt
var því bætt við að konur sem bæru ættarnöfn gætu ekki aðeins
haldið þeim, ef þær gengju að eiga mann með ættarnafn, heldur
gætu þær einnig tekið upp kenninafn hans og því borið tvö ættar-
nöfn; þannig gæti kona hafa til dæmis heitið Guðrún kiljan Thors. Í
öðru lagi var réttur óskilgetinna barna aukinn í meðförum þingsins.
Stjórnin taldi ekki við hæfi að óskilgetið barn bæri ættarnafn föður
síns, nema í þeim tilfellum sem faðirinn hefði veitt barni sínu erfða -
rétt. Með öðrum orðum leit stjórnin á ættarnafnið eins og hvert
annað erfðagóss. Þingið vildi hins vegar að ef faðerninu væri játað
væri óskilgetnu barni skylt að bera ættarnafn föðurins. Í þriðja lagi
ættarnöfn — eður ei 165
56 Sama heimild.
57 Alþingistíðindi 1913. A, bls. 1177.
58 Alþingistíðindi 1913. C, d. 2002.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 165