Saga - 2017, Page 167
var bætt inn í lögin ákvæði, í anda óafgreiddu frumvarpanna frá
1911 og 1912, um að eiginheiti eða skírnarnafn skuli ætíð rita á undan
föðurnafni í opinberum skrám og skýrslum. Þeir sem báru ættar -
nöfn voru þó undanþegnir þessari reglu og jafnframt skyldi hún
ekki eiga við um bókaskrár. Þá var öllum fullveðja einstaklingum
heimilt að rita nafn sitt með þeim hætti sem þeir höfðu gert fram að
þessu. Að lokum var því bætt við að stjórnarráðið skyldi ekki ein-
ungis halda skrá yfir þau ættarnöfn sem væru í notkun heldur enn
fremur láta semja leiðbeiningar, meðal annars „yfir orð og heiti, sem
fallin þykja til að hafa að ættarnöfnum.“59
Fleiri erlenda menningarstrauma og meiri ensku
Torvelt kann að vera að finna skýringar á því að frumvarpið skuli
hafa runnið svo greiðlega gegnum þingið. Í því sambandi má þó
velta því fyrir sér hvort þingmenn hafi verið óvenju alþjóðlega
sinnaðir á þessum árum. Nefna má að tveir helstu talsmenn þess að
taka upp ættarnöfn höfðu búið erlendis mjög lengi, Jón Ólafsson í
Norður-Ameríku og Valtýr Guðmundsson í Danmörku. Þeir tveir,
ásamt Þorleifi Jónssyni og Matthíasi Ólafssyni, skrifuðu meirihluta-
álitið á vegum neðri deildar, en báðir hinna síðastnefndu voru áber-
andi á opinberum vettvangi, Þorleifur á Suðausturlandi og Matthías
á Vestfjörðum, og báðir höfðu tengsl við útlönd.60
Áhugavert er að skoða ræður Matthíasar í þessu samhengi en
hann varaði við því að Íslendingar færu að reisa kínverskan múr til
að verjast erlendum áhrifum. Hann sagðist viss um „að okkar vesal-
dómur hefir stafað meir af því, að við höfum ekki fengið nóg af
menningarstraumum inn í landið.“ Hér voru ættarnöfn aftur sett í
samhengi við nývæðinguna. Hann fór heldur ekki leynt með jákvæð
viðhorf sín til þess tungumáls sem farið var að sækja í sig veðrið
alþjóðlega:
þótt mér þyki vænt um blessað máli[ð] okkar og álíti það gimstein, þá
er ég óviss um, að það væri til minni hagsælda fyrri okkur þótt við
tækjum eitthvað annað mál upp. Það er erfitt með öllum sínum breyt-
páll björnsson166
59 Alþingistíðindi 1913. A, bls. 1554.
60 Matthías Ólafsson átti síðar eftir að starfa erlendis og Þorleifur Jónsson hafði
náin tengsl við fólk sem flutti vestur um haf úr Austur-Skaftafellssýslu; sjá
Þorleifur Jónsson, Þorleifur í Hólum. Ævisaga. Skaftfellingarit III (Reykjavík:
Skaftfellingafélagið 1954), einkum bls. 292–299.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 166