Saga - 2017, Qupperneq 169
menningaratriði, að þau ættarnöfn, sem upp eru tekin, séu eigi óhentug
eða til spillingar tungunni.65
Þeir luku þó verkefninu á einu ári og afraksturinn af vinnu þeirra var
gefinn út árið 1915. Þeir settu fram hugmyndir að um 2.800 nöfn um
sem flest voru dregin af örnefnum. Við myndun flestra þeirra notuðu
þeir endingarnar -an, -on, -fer, -mann og -star. Meðal þeirra ættar-
nafna sem nefndin gerði tillögu um voru nöfn eins og Heklon,
Helgstar, Helgvaz, Hraunfer, Hitdal og Hjalland. Hér leit uð ust
nefndarmenn við að horfa til germanskrar frumrótar orðanna, þar
sem til dæmis -fer var talið vísa til fjarðar og -star til staðar. Einnig
forðuðust þeir að láta ný ættarnöfn byrja á séríslenska stafnum „þ“
vegna þess að „þá hafa líklega fæstir þann metnað, að ættar þeirra
verði um aldir alda aldrei að neinu getið fyrir utan landsteinana.“66
Óvíst er hve margir nýttu sér þær hugmyndir sem nefndarmenn
settu á blað. Ljóst er á hinn bóginn að sumum leist alls ekki á hug-
myndirnar. Raunar má velta því fyrir sér hvort þessi útgáfa hafi
orðið til þess að kynda undir andstöðunni við ættarnöfn, að hún
hafi í raun fært andstæðingum þeirra vopn í hendur. Að því verður
vikið síðar.
Lög gegn „sníkjumenningu“ og „Kleppskinnu“
Helsti andstæðingur nafnalaganna frá 1913, Bjarni Jónsson frá Vogi,
sat áfram á þingi og þreyttist ekki á því að tala gegn ættarnöfnum.
Árið 1923 blés hann til sóknar með því að leggja einn fram frumvarp
til laga um nöfn. Þar var kveðið skýrt á um að enginn mætti taka sér
ættarnafn hér eftir, en að þeir sem væru tíu ára og eldri mættu þó
halda þeim til dauðadags. Háar fjársektir skyldu bíða þeirra sem
brutu lögin. Greinargerð hans með frumvarpinu var stutt en þar
sagði meðal annars:
Nú á dögum hefir erlend sníkjumenning, ljeleg í alla staði, náð svo
sterkum tökum á mönnum, að þeir sæta hverju færi, sem gefst, til þess
að skafa af sjer þjóðerni sitt og glata dýrmætri menning, er vaxið hefir
um þúsundir ára upp af norrænni rót, en vjer geymum nú að mestu
einir. Svo langt hefir þetta gengið, að sjálft Alþ. hefir sett lög til styrktar
páll björnsson168
65 Íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár (Reykjavík: Stjórnarráð Íslands
1915), bls. 14.
66 Sama heimild, bls. 13.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 168